fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
FókusKynning

Svarið við húsnæðisvandanum: Fullbyggð einbýlishús á 22,7 milljónir

Kynning

Húseining ehf. boðar byltingu á húsnæðismarkaðnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. febrúar 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta hefur aldrei áður verið í boði á Íslandi: tilbúin einbýlishús úr verksmiðju, flutt í einu lagi á byggingarstaðinn,“ segir Kjartan Ragnarsson hjá Húseiningu ehf. sem býður nýja og byltingarkennda lausn á húsnæðisvandanum, tilbúin timburhús sem afhendast altilbúin, til dæmis eru tæki á borð við ísskáp og uppþvottavél til staðar í eldhúsinu, og þvottavél er einnig á meðal tækja í þessum húsum. Húsin eru framleidd samkvæmt staðli úr völdu gæðatimbri. Gluggar og hurðir eru úr PVC þýskum prófíl, lágmarks viðhald. Húsin eru 73 fermetrar en þar bætist við 30 fermetra verönd þar sem er heitur pottur.

Húsin eru flutt í einu lagi á byggingarstaðinn, á stórum flatvögnum í samráði við Samgöngustofu. Byggingartími er stuttur án þess að það bitni á gæðum sem eru veruleg enda hefur þessi vara verið í þróun í langan tíma en er núna tilbúin til framleiðslu.

Mynd: Sigtryggur Ari

Smart einbýli inn í nýja tíma

Húseining ehf. er til húsa að Hraunholti 1 í Vogum á Vatnsleysuströnd í 3.000 fermetra verksmiðjuhúsnæði. „Við búum svo vel að hafa hér 11 metra lofthæð með hlaupakrönum í loftinu þannig að við getum híft svona hús upp á vagnana inni í verksmiðjunni og keyrt með þau héðan beint á staðinn þar sem þau eiga að standa í framtíðinni. Við verðum aldrei stopp í framleiðslu út af veðri, við vinnum innanhúss og getum unnið alla daga. Húsin eru byggð við bestu hugsanlegu aðstæður,“ segir Kjartan.

„Húsin kosta aðeins 22,7 milljónir króna við verksmiðjudyr, með forsteyptum, sérhönnuðum sökklum og öllum teikningum. Húsin eru frábær lausn fyrir þá sem hafa ekki efni á að komast út á húsnæðismarkaðinn við núverandi ástand, þar sem blokkaríbúðir kosta oft yfir 50 milljónir. Þessi hús eru lausnin fyrir þá sem sitja fastir í foreldrahúsum þar sem þeir hafa ekki fengið tækifæri til að eignast húsnæði við núverandi markaðsstæður. Auk þess eru þessi hús almennt góður kostur fyrir þá sem hafa hug á að kaupa fasteign, til dæmis fólk sem er að byrja að búa, eldra fólk sem er að selja húsnæði sitt og vill minnka við sig, og einnig þá sem dvelja í útlöndum sér til heilsubótar yfir veturinn en vilja eyða besta hluta ársins á okkar annars fallega Íslandi.

Og nú styttum við reisingatímann á Twin Wall einbýlishúsunum um allt að 80% með því að klæða einingarnar að fullu að utan í verksmiðju. Einingarnar eru með glerjuðum gluggum, hurðum, vatnsbrettum, sem sagt tilbúnar að reisa á sökkli sem fyrir er.
Og nú styttum við reisingatímann á Twin Wall einbýlishúsunum um allt að 80% með því að klæða einingarnar að fullu að utan í verksmiðju. Einingarnar eru með glerjuðum gluggum, hurðum, vatnsbrettum, sem sagt tilbúnar að reisa á sökkli sem fyrir er.

Mynd: Sigtryggur Ari

Vill setja niður 100 hús í Reykjavík í fyrsta áfanga!

Þegar haft var samband við Kjartan vegna þessarar greinar var hann að ganga frá umsókn um leyfi til að setja niður 100 hús á svæði í útjaðri Reykjavíkur, en í heildina er verið að horfa á 500 hús. Er umsóknin jafnframt svar við auglýsingu frá Reykjavíkurborg nýlega þar sem óskað var eftir hugmyndum að ódýrari húsum og nýrri hugsun á húsnæðismarkaðnum:

„Þeir bjóða fríar lóðir og þetta er okkar lausn í málinu,“ segir Kjartan.

Sjö manns starfa nú við byggingarverksmiðju Húseiningar í Vogum en gert er ráð fyrir að starfsfólki muni fjölga á komandi mánuðum. Nokkur bæjarfélög hafa nú þegar sýnt áhuga á að fá 20–30 húsa hverfi til að svara húsnæðisþörfinni, en hún er mjög brýn í mörgum sveitarfélögum.

Nánari upplýsingar er að finna á vefnum www.huseining.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“