fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
FókusKynning

Sofdurott.is: Vefverslun fyrir þá sem vilja sofa betur

Kynning

Hágæðasængur frá þýska merkinu Kauffmann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. febrúar 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hágæða sængurfatnaður úr náttúrulegum efnum sem sérstaklega miðar að góðum svefni eru helstu einkennin á vöruúrvali í vefversluninni Sofðu rótt. Verslunin er hluti af fyrirtækinu Vitar ehf. sem hefur sérhæft sig í sængurfatnaði og líni fyrir hótel og gistihús en býður nú almenningi upp á sængurvörur í gegnum vefverslunina sofdurott.is.

„Í tengslum við hótelbransann áttaði ég mig á því að ég var kominn með framleiðendur í hæsta klassa og fannst ég verða að bjóða hluta af þeirra vörum til sölu til einstaklinga. Sérstaða vöruframboðsins í þessari vefverslun er sú að almennt eru þetta vörur úr náttúrulegum efnum, dún, ull, hör eða bómull. Dúnninn er flokkaður eftir stærð og gæðum sem skýrir verðmun á sængum. Við erum með sængur frá þýska fyrirtækinu Kauffmann sem er einn af virtari sængurframleiðendum í heimi og hefur verið starfandi í tæp 200 ár. Velferð dýra skiptir Kauffmann miklu máli og er fyrirtækið með vottun upp á að allur dúnn sem fer í sængurnar og koddana þeirra sé af dauðum fuglum,“ segir Arnar Þór Jónsson hjá Vitum ehf.

Mikil áhersla á góðan svefn einkennir þessar vörur: „Þegar þú leggst upp í rúm er mikilvægt að hitastigið sé rétt. Margir velja sér mjög hlýja eða heita sæng þar sem þeim þykir hún notaleg. En svo sefurðu kannski ekki nógu vel undir henni þar sem þér verður of heitt. Við bendum fólki á að velja réttu sængina miðað við svefnherbergishita og líkamsþyngd,“ segir Arnar en á vefsíðunni sofdurott.is undir liðnum „Upplýsingar“ er að finna góðar leiðbeiningar um þetta.

Sængin Climabalance frá Kauffmann er sérhönnuð með góðan svefn í huga. „Kauffmann selur þessa sæng undir einkaleyfi um allan heim. Svefnrannsóknarstöð háskólasjúkrahússins í Regensburg í Þýskalandi gerði rannsókn á áhrifum hita á svefngæði þar sem Climabalance-sængin var borin saman við hefðbundna, sambærilega sæng. Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi: Þú ert fljótari að sofna undir Climabalance-sænginni, svefninn verður rólegri, þú vaknar sjaldnar, REM-svefninn lengist og djúpsvefn lengist um allt að 50%. Það svitna allir á næturnar, mismikið þó, og um leið og þú nærð að losa svitann betur í gegnum sængina verður jafnara hitastig undir sænginni.“

Á sofdurott.is er bæði lögð áhersla á há gæði og hagstætt verð. „Við erum ekki í verðsamkeppni við sængur úr gerviefnum en verðlagið á þessum vörum er það sama og úr verslun í Þýskalandi eða annars staðar í Evrópu,“ segir Arnar.

Forvitnilegar nýjungar eru framundan í versluninni á næstu vikum og mánuðum. Þannig eru væntanlegar sængur fyrir þá sem hafa ofnæmi fyrir dún en vilja samt sæng úr náttúrulegum efnum. Enn fremur er væntanlegur vatnsheldur rúmfatnaður sem andar mjög vel og hentar því börnum sem væta rúmið og öðrum með sama vandamál.

Það er því um að gera að fylgjast reglulega með síðunni www.sofdurott.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“