fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
FókusKynning

Góð símavörn er grundvallaratriði

Kynning
Berglind Bergmann
Fimmtudaginn 8. febrúar 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Símabær, sem á sl. ári flutti verslun sína að Bæjarlind 1 í Kópavogi, er hugsanlega þekktastur fyrir hið mikla úrval GSM aukahluta sem er m.a. ætlað að lengja líftíma símtækja og koma oft í veg fyrir að eldri símum sé hent í ruslið. Símabær býður rafhlöður, kapla, skjávarnir, hylki og veski fyrir flest módel sem eru á markaðnum hverju sinni en að sögn Gylfa Gylfasonar framkvæmdastjóra eru ótrúlega margir farsímaeigendur fastir við þá hugmyndafræði að nýta tækið sitt allt til enda og Símabær er eina verslunin á landinu sem þjónustar elstu módelin eins lengi og markaður er til staðar.

„Mikilvægasti GSM aukahluturinn í dag eru símavarnir því snjallsími nútímans er sífellt að þynnast og skynjun mín er sú að þeir séu síst að verða sterkari. Tjón af völdum höggs eða falls getur hæglega farið yfir 50.000 kr. fyrir nýjustu módelin en algengasta afleiðingin falls er brotinn skjár. Þó símskjáir séu mjög harðir þá eru þeir samt viðkvæmir svo framleiðendur GSM aukahluta hafa unnið mikið þróunarstarf til að finna varnir sem duga bæði símanum og eigandanum sem vill ekki spilla útliti flotta símans. Ein vinsælasta vörnin í dag eru skjáfilmur og skjágler sem auka skjástyrk verulega og eru nánast ósýnileg en það fer eftir símamódeli hvaða lausn hentar best hverju sinni. Símar með sveigðum skjá á borð við EDGE módelin frá Samsung eru erfiðustu skjárnir en algjörlega flata skjái er einfaldast að verja vel en það er eitthvað sem farsímaeigendur ættu í hafa í huga við val á búnaði,“ segir Gylfi.

Símabær býður t.d. skjávarnir í pakka með siliconehlíf yfir bakið en þær eru glærar svo útlit símtækisins njóti sín. Glæru hulstrin eru einnig þau gripbestu sem kemur sér vel þar sem margir símar eru orðnir svo sleipir.

Að sögn Gylfa eru símaveski enn mjög vinsæl og þá sérstaklega á meðal kvenna þó karlarnir noti þau líka. „Þau veita mjög mikla vörn og hafa mörg þann kost að hafa hirslur undir greiðslukort og annað smálegt og komi í stað peningaveskis hjá allmörgum. Sala á GSM veskjum er mun flóknari en margur hyggur því þau þurfa að þola alveg gríðarmikið nudd og barning. Fyrir þemur árum hóf Símabær að þróa sín eigin GSM veski í samstarfi við framleiðanda GSM aukahluta í Póllandi. Ég var einfaldlega orðinn dauðþreyttur á Kínadraslinu sem flæddi um allt og skapaði kvartanir vegna lélegrar endingar eða brotinna plastramma sem halda símanum í veskinu. Póllandsverkefnið hefur gengið frábærlega frá fyrstu sérsaumuðu sendingunni og seld símaveski eru komin yfir 5.000 eintök sem má kalla sterka innkomu áður en varan hefur fengið sitt eigið vörumerki eða sérstaka markaðssetningu. Árangurinn er svona góður því það eina sem ég gerði var að lýsa veskjunum sem viðskiptavinir báðu um fyrir mínum pólsku samstarfsaðilum en auk snjallsímaveskja lætur Símabær framleiða hliðarveski í belti sem aðeins karlmenn nota. Pólsku hliðarveskin eru einu hliðarveskin sem ég hef náð að selja án kvartana því þau eru saumuð úr 100% leðri og eru með tvöfaldri beltisfestingu sem rígheldur.“

Úr þessu skemmtilega veskjaverkefni þróaðist sú hugmynd að nota íslensk leður frá Atlantic Leather á Sauðárkrók í veskjaframleiðslu og sl. tvö ár hafa um 100 leðurgerðir verið prófaðar með það fyrir augum að framleiða hágæðaveski með hugsanlega sölu í Evrópu í huga. „Fyrsta leðrið sem við völdum eftir prufuframleiðslu til fjöldaframleiðslu er hlýraroð sem eftir sútun skapar eitt sterkasta leður heims, til viðbótar við hið villta útlit sem gerir hvert og eitt símaveski alveg einstakt. Fyrsta sendingin kom í hús fyrir nokkrum dögum en til að byrja með fást þau fyrir Samsung Galaxy 8 og iPhone X en ef tilraunin með hlýraveskin gengur upp þá bætum við fleiri módelum við fyrir sumarið.“ Verð hlýraveskjanna er kr. 5.990.-

Verslun Símabæjar er opin frá 13-18 virka daga og 11-16 laugardaga en allar vörur eru einnig fáanlegar í vefverslun Símabæjar sem býður fría heimsendingu á öllum veskjum, töskum og skjávörnum. Heildarúrval símvavarna má finna hér.

Mynd: GYLFI GYLFASON

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“