fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
FókusKynning

Viltu lifa lengur? Þá skaltu ekki láta þetta ofan í þig

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 27. janúar 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kartöflur hafa fylgt mannskepnunni í gegnum aldirnar og jafnan verið borðaðar af bestu lyst, enda uppfullar af trefjum, vítamínum og góðum næringarefnum.
Hægt er að matreiða kartöflur á ýmsa vegu eins og margir vita og eru hinar svokölluðu frönsku kartöflur, sem oftar en ekki eru djúpsteiktar, vinsæll kostur. En það hvernig við matreiðum kartöflurnar getur skipt um heilsu okkar.
Af þessu tilefni gerðu vísindamenn umfangsmikla rannsókn sem náði til 4.400 einstaklinga á aldrinum 45 til 79 ára. Fylgst var með þessum einstaklingum yfir átta ára tímabil og birtust niðurstöðurnar fyrir skemmstu í American Journal of Clinical Nutrition.
Þegar rannsókninni lauk kom í ljós að 236 þeirra sem skoðaðir voru höfðu látist meðan á rannsókninni stóð. Þá kom í ljós að fylgni var á milli þess hversu mikið af unnum kartöflum þátttakendur létu ofan í sig og dauðsfalla. Með unnum kartöflum er til dæmis átt við djúpsteikar franskar kartöflur, ofnbakaðar franskar kartöflur, krullufranskar og vöfflufranskar svo dæmi séu tekin. Þessar kartöflur eru oft baðaðar í salti, fitu og jafnan borðaðar með tómatsósu sem oftar en ekki er uppfull af sykri.
Í niðurstöðunum er tekið fram að ekki sé hægt að sýna fram á kartöfluátið hafi beinlínis valdið ótímabærum dauðsföllum þó vísbendingarnar séu til staðar. Þannig verði að taka með í reikninginn að þeir sem borða djúpsteiktar kartöflur gætu allt eins verið líklegir til að borða annan óhollan mat og hreyfa sig minna en aðrir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“