fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
FókusKynning

Lífið er kærleikur

Kynning

Markmið Kærleikssetursins er uppbygging líkama og sálar

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 27. janúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærleikurinn ræður ríkjum að Þverholti 5 í Mosfellsbæ, en þar er Kærleikssetrið til húsa, sem Friðbjörg Óskarsdóttir stofnaði árið 2005. Þar er hægt að panta einkatíma, sækja námskeið og hugleiðslustundir eða koma í hópvinnu.

„Hér hjá Kærleikssetrinu fjöllum við um allt sem lýtur að þroska manneskjunnar, jafn andlegum, sálrænum og líkamlegum þroska, því bæði verður að rækta líkamann og innri mann og sál,“ segir Friðbjörg.

Kjarninn mannræktarskóli

Friðbjörg leiddi áður hópstarf hjá Sálarrannsóknafélagi Íslands, en árið 2007 stofnaði hún ásamt fleiri konum Kjarnann, mannræktarskóla Kærleiksseturs. Markmið skólans er að aðstoða fólk við að tengjast eigin kjarna og eflast í að hlusta á innsæið.

„Grunnur kennslunnar er „Kjarnavinna,“ sem er sjálfsvinna þar sem aðaláhersla er lögð á að tengjast kjarnanum, tengingu við æðra sjálfið, innri þekkingu sem við höfum öðlast í gegnum líf okkar nú og fyrri líf, auka næmnina og tengjast hæfileikum okkar, einnig efling í að hlusta á innsæið, sem er í raun það eina í lífinu sem er fullkomlega treystandi. Einnig að styrkja sjálfsmyndina,“ segir Friðbjörg.

Allar tilfinningar eiga rétt á sér

„Það er gott að viðurkenna allar tilfinningar, bæði góðar sem slæmar, og ekki að byrgja inni neikvæðar tilfinningar, heldur vinna úr þeim,“ segir Friðbjörg.

Hún telur að kenna mætti einstaklingum mun fyrr slökun og sálarrækt, „það ætti að byrja snemma að kenna börnum sálarrækt og slökun, bara sem fyrst í grunnskóla.“

Kærleikssetrið hefur upp á margt að bjóða

Á meðal þess sem boðið er upp á í Kærleikssetrinu eru einkatímar, námskeið, fyrirlestrar, skyggnilýsingar, barnahópar, heilun og opið hús svo aðeins eitthvað sé nefnt.

Í Kærleikssetrinu er einnig rekið lítið gallerý þar sem meðal annars eru til sölu hugleiðsludiskar, reykelsi , myndlist og skart.

Kærleikssetrið er að Þverholti 5, Mosfellsbæ. Sími 567-5088 og netfang kaerleikssetur@kaerleikssetur.is
Heimasíða: kaerleikssetrid.is og Facebook: Kaerleikssetrid.Mosfellsbae.

Hjá Kærleikssetrinu starfa:Friðbjörg Óskarsdóttir-Heilun, ráðgjöf, bæna og kjarnahringir, fræðslufyrirlestrar, Guðrún Ívarsdóttir- Heilun, miðlun, skyggnilýsingar og spár, Íris Rögnvaldsdóttir- Heilun, spá og miðlun, Þuríður Guðmundsdóttir- Reikinámskeið, heilun, fjarheilun og heilunarmyndir, Dee- Dolores Mary Foley-Heilun, reikiheilun, miðlun, skyggnilýsingar og spár, Helga Bjarnadóttir- Heilun og miðlun og markþjálfun, Agnes Þórhallsdóttir- Kærleikshringurinn, Þorsteinn Sverisson-Talna- og stjörnuspeki

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“