fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
FókusKynning

„Fyrsti tíminn gerði kraftaverk fyrir mig“

Kynning

Frábær árangur eftir sogæðameðferðir hjá Huldu

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 27. janúar 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hulda Eysteinsdóttir opnaði Heilsu- og fegrunarstofu Huldu í júní árið 2017 að Borgartúni 3. Stofan býður upp á meðferðir í Weyergans High-Care tækjunum og hafa þær meðferðir skilað mjög góðum árangri hjá viðskiptavinum Huldu.

„Ég býð upp á sogæðameðferðir, súrefnismeðferð, maska og slíkt andlitsdekur, fótadekur, svo nokkuð sé nefnt,“ segir Hulda. „Ég lærði fyrst naglameðferð árið 1998, en hef samt ekki unnið við hana fyrr en núna í seinni tíð.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Sogæðameðferð fyrir fætur

„Þetta er bylgjunudd, kemur blóðflæðinu og sogæðakerfinu af stað, er gott við fótapirring, gott fyrir flug, fólk sem stendur mikið og fólk sem er þreytt í fótum almennt,“ segir Hulda, sem mælir með að farið sé í slíka meðferð reglulega.

Hún býður upp á vacumsport, detoxpoka og vacumnet, sem er fyrir hendur og vöðvabólgu, eymsli í hálsi og tennisolnboga. „Það er svona loftæmiþrýstinudd,“ segir Hulda.

„Vacumsport er samsvarandi tæki nema fyrir neðri hluta líkamans, frá mitti og niður. Sem dæmi má nefna viðskiptavin sem beið eftir hnjáskiptiaðgerð, hann kom á miðvikudegi og keypti tíu tíma kort. Þá gat hann varla gengið inn, á föstudagsmorgni eftir tvö skipti þá kom hann gangandi inn og gekk að tækinu eins og ekkert væri að honum.“

Svona saga eftir notkun tækisins er ekki einsdæmi og bera umsagnir viðskiptavina það með sér.

Hulda við tækið sem gerir hreint kraftaverk fyrir marga viðskiptavini hennar.
Tækið góða Hulda við tækið sem gerir hreint kraftaverk fyrir marga viðskiptavini hennar.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hulda mælir með að viðskiptavinir komi í tíu tíma meðferð á stuttum tíma og mæti síðan reglulega eftir það til að viðhalda árangrinum, einu sinni í viku eða aðra hverja viku. „Eins og með annað í lífinu þá þarf maður að viðhalda árangrinum, alveg eins og með að borða reglulega, æfa reglulega og fara í klippingu reglulega,“ segir Hulda.

Heilsu- og fegrunarstofa Huldu er að Borgartúni 3, Reykjavík. Síminn er 557-4575 og 772-4575.
Facebook: hfhulda.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Umsagnir:
Ég fékk brjósklos í lok október og var búin að vera alveg frá af verkjum og þar af leiðandi andvökunætur nótt eftir nótt. Ég frétti af tækinu hjá Huldu og ákvað að prófa þar sem ég vildi prófa allt bara til að minnka verkina eitthvað. Ég átti erfitt með að labba inn á stofuna og vissi ekki hvað beið mín, með tárin í augunum fór ég í tækið og viti menn án gríns hafði fyrsti tíminn gert kraftaverk fyrir mig, ég gat sjálf staðið upp en þó ekki verkjalaus. Ég mæli með tækinu því þetta hefur algjörlega bjargað mér til að komast af, ég fer 2-3 í viku og er nokkuð góð þá. Ég elska að koma til hennar, einstaklega góð þjónusta og liðlegheit.
-Arna Rún Guðmundsdóttir

Ég kynntist tækjunum hjá Heilsu- og fegrunarstofu Huldu fyrir rúmlega einu og hálfu ári og það sem þetta hefur gert fyrir mig er alveg magnað. Ég er 29 ára og greindist með vefjagigt fyrir rúmlega sex árum og hef síðan þá, áður en ég kynntist tækjunum hjá Huldu, reynt að ná einhverju jafnvægi í daglegu lífi og loksins núna í dag hef ég náð að halda bólgum og verkjum niðri. Ég er orkumeiri vegna sogæðameðferðanna hjá Huldu. Vacusport, sogæðastígvélin, detoxpokinn og spm meðferðirnar hafa gert svo mikið fyrir mig. Ég var til dæmis verkjuð daglega í hnjám og átti í erfiðleikum með að labba upp stiga vegna þess ég var búin að flakka á milli lækna og enginn gat gert neitt til að laga það, en núna í dag er ég verkjalaus í hnjánum. Ég var líka alltaf verkjuð í mjóbaki og átti erfitt með svo margt og truflaði það líka svefninn hjá mér, en núna í dag er ég líka verkjalaus í mjóbakinu.
Áður en ég byrjaði að fara í meðferðir hjá Huldu var ég alltaf föst í sömu þyngd. Alveg sama þótt ég æfði daglega og passaði mataræðið gerðist ekkert, en eftir að hafa byrjað að fara í sogæðameðferðirnar léttist ég um 20 kg á nokkrum mánuðum.
Tækin hjá Huldu hafa gert svo mikið fyrir mig: ég sef betur, er minna verkjuð og orkumeiri og næ að halda gigtinni hjá mér niðri með því að mæta reglulega til hennar og mikið er ég þakklát hvað þessi tæki hafa gert mikið fyrir mig.
-Auður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“