fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
FókusKynning

„Þjálfunin er gefandi, bæði fyrir mig og viðskiptavini mína“

Kynning

Kristín Ólafsdóttir segir að góður þjálfari sé góður mannþekkjari

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 26. janúar 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Ólafsdóttir er einkaþjálfari hjá World Class í Ögurhvarfi, auk þess að vera þar með tíma í spinning. Hún starfaði fyrir hrun í fjármálageiranum, en ákvað að breyta um starfsvettvang og vinna starf sem væri meira gefandi, bæði fyrir hana og viðskiptavini hennar.

„Ég var að vinna sem fjármála- og lífeyrisráðgjafi hjá gamla Kaupþingi. Þegar ég kynntist manninum mínum, sem var handboltamaður, leiddist ég sjálf út í æfingar. Mér fannst þetta skemmtilegt og leið ekki vel í þáverandi starfi. Ég var með frekar ákveðnar skoðanir á því hvernig þjálfari átti að vera og starfa og stuttu fyrir hrunið þá hellti ég mér bara á fullt í þetta,“ segir Kristín.

Hún segir alveg himin og haf á milli fyrra starfs og einkaþjálfunarinnar og þjálfunarstarfið oft töluvert meira krefjandi en um leið mun meira gefandi.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Góður þjálfari þarf að vera hvetjandi, en einnig að sýna stuðning

„Það er margt sem góður þjálfari þarf til að bera. Undirstaðan er og verður alltaf góð þekking á líkamanum, og góð þekking á þjálffræði. Það þarf líka að viðhalda þeirri þekkingu stanslaust. En góður þjálfari þarf einnig að vera góður mannþekkjari. Sama æfingaprógrammið hentar ekki öllum, fólk er í mismunandi líkamlegu ástandi og andlegu, og þarf á mismunandi stuðningi á að halda. Það er mikilvægt að geta einmitt lesið á milli línanna og aðlaga æfingar og mataræði að mismunandi persónuleikum og ástandi viðskiptavinanna.“

Fólk hefur einnig mismunandi þarfir og hefur mismunandi markmið með æfingum. „Sjálf er ég að þjálfa fólk sem stefnir á að hlaupa maraþon, taka þátt í fittnesskeppnum og jafnvel járnkalli. Ég er einnig með fólk sem stefnir ekki á neinar keppnir, fólk sem vill grennast og fólk sem vill þyngjast og fólk sem vill bara halda sér í formi.“

Það þarf að aðlaga æfingaprógrömm og mataræði að hverjum og einum með tilliti til þeirra markmiða. Jafnframt þá þarf aðhald þjálfarans bæði á og utan æfinga að passa við markmið viðskiptavinanna.

Hún segist alveg geta staðfest að hún sé ákveðinn þjálfari, en leggur samt áherslu á að fólk sé að breyta um lífsstíl. Ekki að taka ræktina í einum spretti, borða hollt í nokkrar vikur en svo fari allt aftur í sama farið.

„Það er flest gott í hófi. Maður vill æfa, líta vel út og vera heilbrigður, en vill samt geta notið lífsins og liðið vel, til þess er leikurinn gerður.“

Til að hafa samband við Kristínu má hringja í World Class Ögurhvarfi í síma 517-0612, einnig má finna allar upplýsingar um hana á heimasíðunni: worldclass.is

Umsagnir:
„Við hjónin segjum nú bara eins og börnin, Kristín er algjört æði. Hún er fagmanneskja fram í fingurgóma með frábæra næmni bæði á líkamlegt og andlegt ástand og endalausa fjölbreytni í æfingum sem gerir það meðal annars að verkum að það er ekkert mál að mæta óguðlega snemma á morgnana til hennar og takast á við sjálfan sig.“
– Hjónin Kristín S. Sigtryggsdóttir og Hallur A. Baldursson.

„Ég er búin að æfa hjá Kristínu í að verða 2 ár núna, verð 43 ára á þessu ári og hef aldrei verið í jafngóðu formi. Hún hefur einstaka hæfni til þess að hafa æfingarnar skemmtilegar og fjölbreyttar og finna út hvað það er sem maður þarf að vinna í. Einnig greindist ég með brjósklos núna í vetur og ég þakka henni alfarið fyrir það að ég hafi látið athuga á mér bakið því hún ýtti mér til þess. Algjörlega ótrúlega góður og metnaðarfullur þjálfari sem ég mæli hiklaust með.“
-Hulda Rós Hákonardóttir.

„Kraftmikil, nákvæm, markmiðasett og mikill áhugi til að ná árangri eru nokkur orð sem lýsa Kristínu sem einkaþjálfara. Hún byggir upp þjálfun sem hentar hverjum og einum og þeirra markmiðum, eftir þeirra getu. Æfingarnar hjá henni eru mjög fjölbreyttar og hefur hún einstakt lag á að láta mann ekki staðna. Hún þrýstir manni eins langt og maður getur með sinni einstöku ákveðni. Númer eitt er hún alveg frábær einstaklingur.“
-Hjónin Sigrún Bender og Baldur Rafn Gylfason.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“