fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
FókusKynning

Jógasetrið: Þar sem jóga er fyrir alla

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. janúar 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jógasetrið var stofnað af eigandanum Auði Bjarnadóttur. Tilurð Jógasetursins kom til vegna mikils áhuga á jóga. Það byrjaði með meðgöngujóga og löngum biðlistum og svo vatt þetta upp á sig. Nú er setrið orðið mjög fjölbreytt til að þjóna öllum aldurshópum.

Jógasetrið var opnað árið 2012 í Borgartúni en færðist síðan frá 2015 í sérhannað húsnæði í Skipholti 50c.
„Það er ávallt eitthvað á döfinni hjá okkur og við látum vita af námskeiðum og viðburðum sem eru á döfinni bæði á Facebook-síðu okkar Jógasetrið og heimasíðunni jogasetrid.is,“ segir Auður.

Jóga er fyrir alla

„Við stöndum fyrir hugmyndina JÓGA FYRIR ALLA og fjölbreytni. Að þjóna vel ólíku fólki og opna fyrir víðsýni gagnvart jógategundum og stílum. Við bjóðum upp á margar tegundir jóga og námskeiða svo allir geta fundið eitthvað við hæfi,“ segir Auður.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Áhugi á jóga hefur stóraukist með hverju ári og jógastöðvar spretta upp um allan bæ. Við teljum að jóga sé algjörlega fyrir alla því í jóga lærum við fyrst og fremst að stjórna önduninni okkar því að hún er leiðin til að hægja á huganum og finna kyrrðina. Við þurfum öll að hægja á okkur og hlusta á líkamann. Það er mikilvægt að við nærum og sinnum okkar innra lífi eins og því ytra.

Jógatímarnir og lokuðu námskeiðin sem boðið er upp á í Jógasetrinu eru:Kundalini JógaHatha JógaJóga NidraMjúkt JógaJóga fyrir 60+ Krakkajóganámskeið alveg frá aldrinum 3-14 áraMeðgöngujógaMömmujógaKarlajógaGrunnnámskeið í Kundalini JógaGrunnnámskeið í Hatha JógaParajógaNúvitund gegn streitu12 spor til vellíðunar

Við bjóðum einnig upp á ýmsa viðburði eins og Tónheilun, gongslökun og möntrukvöld með reglulegu millibili.“
Síðan hefur hún Auður haldið utan um ýmiss konar kennaranám í jóga á vegum Jógasetursins sem hefur reynst vel því mikið samfélag hefur myndast í kringum Jógasetrið í gegnum árin. „Þetta er fallegt samfélag og það er gaman að fylgjast með vinskapnum og kærleiknum sem hefur þróast.

Nýjasti tíminn sem við bjóðum nú upp á er Parajóga þar sem allir geta komið sem hafa með sér félaga. Systkini, frænkur, frændur, mæðgur, feðgar og makar. Þar er áherslan á að anda og hreyfa sig sem eitt, að veita félaga sínum rými og virðingu og mæta honum þar sem hann er. Við notum þar öndunaræfingar, jógastöður og hugleiðslu til þess að samstilla okkur.

Næsta námskeið á döfinni er Grunnnámskeið í Hatha Jóga, þar sem farið er í undirstöðuatriði jógastaða, jógafræði og öndunartækni. Námskeiðið hefst 5. febrúar.

Við bjóðum alla velkomna að kíkja í Jógasetrið Skipholti 50c.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni