fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
FókusKynning

„Ég er óhræddur við að fara óhefðbundnar leiðir“

Kynning

Sigurjón Ernir útbjó aðstöðu fyrir æfingarnar og þjálfun í bílskúrnum heima

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 26. janúar 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Ernir Sturluson íþróttafræðingur, Boot Camp-þjálfari, einkaþjálfari, hlaupari og áhugamaður um hreyfingu og mataræði, býður upp á fjarþjálfun og hefur vart undan að sinna viðskiptavinum. Hann heldur úti Fjarþjálfun Sigurjóns Ernis á Facebook og nýlega breytti hann bílskúrnum heima hjá sér í líkamsræktaraðstöðu í samstarfi við Sportvörur.

„Ég ákvað að fara út í fjarþjálfun eftir að hafa hjálpað og leiðbeint félögum og fjölskyldumeðlimum með hlaup, mataræði og ræktarprógrömm. Ég sá fljótlega að áhuginn lá í þjálfuninni og þar sem mér þykir virkilega gaman að hjálpa fólki að ná árangri og sínum markmiðum ákvað ég að stíga næsta skref og bjóða upp á fjarþjálfun. Fjarþjálfunin hefur gengið vonum framar og hef ég varla haft undan við að sinna viðskiptavinum þrátt fyrir að ég hafi aðeins byrjað með fjarþjálfunina fyrir rúmu ári,“ segir Sigurjón.

Fjarþjálfun Sigurjóns Ernis

Á Facebook heldur Sigurjón úti síðunni Fjarþjálfun Sigurjóns Ernis, þar sem hann er duglegur að skrifa pistla tengda hreyfingu og mataræði. „Það er engin binding í fjarþjálfuninni hjá mér, ég vil að fólk sem sækir í þjálfun til mín finnist æfingarprógrömmin skemmtileg og um leið krefjandi og að það sé ekki að æfa hjá mér að óþörfu í ákveðinn tíma ef fyrirkomulagið hentar því ekki.

Æfingarnar eiga að vera fjölbreyttar og skemmtilegar. Ef fólki finnst æfingarprógrömmin frá mér skemmtileg og vill halda áfram þá er það að ekkert nema sjálfsagt, en ef þau henta ekki, þá reyni ég að breyta fyrirkomulaginu í takt við markmið og getu viðskiptavinarins hverju sinni. Ég legg ávallt áherslu á að halda vel utan um mína viðskiptavini.“

Lét drauminn rætast og setti upp líkamsræktarstöð i bílskúrnum

Hann býr í Grafarholti með kærustunni Simonu Vareikaité, starfar í sportvöruversluninni Sportvörum í Bæjarlind 1–3, Járnblendiverksmiðjunni Elkem á Grundartanga, Fjarþjálfun og er einnig að klára masterinn í íþróttafræði við Háskóla Íslands þar sem lokaverkefnið er um fjarþjálfun á Íslandi.

Áhugi Sigurjóns á líkamsrækt hefur verið mikill undanfarin tíu ár og aðeins vaxið með árunum. „Ég byrjaði að vinna í sportvöruversluninni Sportvörum fyrir fjórum árum. Ég held að ég hafi fyrst og fremst verið ráðinn í vinnu vegna gríðarlegs áhuga sem ég hef á þeim búnaði sem Sportvörur bjóða upp á,“ segir Sigurjón, sem er búinn að safna að sér líkamsræktartækjum í rúm sex ár og er í dag kominn með aðstöðu í skúrnum sem flesta íþróttaiðkendur dreymir um að hafa.

Sigurjón lét drauminn rætast og er kominn með frábæra aðstöðu í bílskúrnum.
Líkamsræktarstöð í bílskúrnum Sigurjón lét drauminn rætast og er kominn með frábæra aðstöðu í bílskúrnum.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Ég æfi 7–11 sinnum í viku, lyftingar, hlaup, crossfit, boot camp og hjólreiðar en æfingar og álag fer eftir því hvað er framundan og álag og fjöldi æfinga haldast alltaf í hendur. Ég legg ávallt mesta áherslu á styrktarþjálfun í mínum æfingum þar sem líkamlegur styrkur er gríðarlega mikilvægur til að hámarka árangur í öllum íþróttagreinum og fyrirbyggir meiðsli og flýtir fyrir endurheimt.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Undirbúningur í fullum gangi fyrir heimsmeistaramótið í fjallahlaupum 2018

Sigurjóni finnst ekki leiðinlegt að skora á sjálfan sig og hann hefur tekið þátt í fjölmörgum keppnum sem reyna á úthald, styrk og þol. „Næsta stóra áskorun hjá mér er heimsmeistaramótið í fjallahlaupum sem fer fram á Spáni 12. maí næstkomandi.“ Hlaupið verður í fjöllum þar sem vegalengdin mun líklega verða eitthvað í kringum 80 kílómetrar og hækkunin allt að 5.000 metrar. Það er ekki búið að tilkynna um brautina svo þessar tölur munu koma betur í ljós fljótlega.

Sigurjón hleypur og snappar um leið (Snapchat: sigurjon1352)

„Ég hef alltaf verið virkur á Snapchat, en þar er ég með notandanafnið sigurjon1352. Ég sýni ýmis atriði tengd hreyfingu og mataræði,“ segir Sigurjón. Hann er einnig öflugur að sýna frá æfingum sínum, mataræði og snappar einnig frá fjalla- og maraþonhlaupum.

Sigurjón er duglegur á snappinu, líka á hlaupum.
Snappað á hlaupum Sigurjón er duglegur á snappinu, líka á hlaupum.
Sigurjón lét drauminn rætast og er kominn með frábæra aðstöðu í bílskúrnum.
Líkamsræktarstöð í bílskúrnum Sigurjón lét drauminn rætast og er kominn með frábæra aðstöðu í bílskúrnum.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Óhræddur við að fara óhefðbundnar leiðir

Sigurjón er óhræddur við að fara aðrar leiðir en aðrir og til dæmis fastar hann hluta dagsins á hverjum degi, en hann borðar þá frá hádegi til kl. 20, og síðan ekkert í 16 klukkutíma. „Eins ótrúlegt og það hljómar þá hef ég í raun ekki borðað morgunmat í fjögur ár, fyrir utan kaffi og vatn,“ segir Sigurjón.

„Ég er talsvert frábrugðinn öðrum og er þekktur fyrir að fara aðeins öðruvísi leiðir þegar kemur að æfingum og mataræði, ófeiminn við að prófa mig áfram og finna þá leið sem virkar fyrir mig. Ég hef verið svo heppinn að fjölmörg fyrirtæki hafa stutt mig og Sportvörur, Fitnesssport, Hleðsla, Dansport og Heilsa hafa staðið vel við bakið á mér.
Ég horfi alltaf á stóru myndina þegar það kemur að árangri en inn í hana fellur: mataræði, æfingar, ákefð/álag á æfingum, hvíld, vinna/skóli og fjölskylda og einkalíf. Til að ná sem bestum árangri til lengri tíma þurfa allir þessir þættir að haldast í hendur. Besta leiðin til að auka þekkingu og ná lengra er að prófa sig áfram, þora að misstíga sig og halda í það sem virkar, sama hversu furðulegt það hljómar.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Helstu áskoranir og sigrar:
Heimsmeistaramótið í Spartan Race í Bandaríkjunum þar sem Sigurjón náði flottum árangri.
Spartan Race sprettþraut hér heima á Íslandi í desember, en þar fór Sigurjón með sigur af hólmi.
Helstu hlaup: 5 km (16:54), 10 km (35:04), 21,1 km (1:18) og farið þrjú maraþon (Best 2:46:50).
Hlaupið og sigrað 5 Esjuferðir.
Hlaupið hringinn í kringum landið í 10 manna hóp (Útmeða) og tvisvar sinnum hjólað í WOW cyclothon.
Hlaupið og sigrað 5 tinda í Tindahlaupinu í Mosfellsbæ.
Hlaupið Laugaveginn (55 km) á 4:57 klst.
Unnið Þrekmótaröðina og hlotið titillinn „Hraustasti maðurinn 2015“ og einnig 2017.
„Þessar áskoranir og keppnir hafa gefið mér góða þekkingu og skilning á því hvernig líkaminn bregst við miklu álagi og hvernig best er að bera sig að til að ná góðum árangri.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni