fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
FókusKynning

Þetta er besta hótel í heimi: Og það góða er að það er býsna ódýrt

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. janúar 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað kemur upp í hugann þegar rætt er um besta hótel í heimi? Líklega er hár verðmiði eitt það fyrsta. En besta hótel í heimi, samkvæmt TripAdvisor, er lítið hótel í Kambódíu þar sem nóttin kostar um ellefu þúsund krónur.

Hótelið varð hlutskarpast í árlegu vali TripAdvisor, Travellers’ Choice Awards, en niðurstaðan er byggð á reikniriti sem tekur saman umsagnir og einkunnir gesta hótela um allan heim. Hótelið í Kambódíu, sem heitir Viroth’s Hotel, er í norðvesturhluta landsins, í Siem Reap, og skartar 35 herbergjum, 20 metra sundlaug, heilsurækt, nuddstofu og veitingastað.

Hótelið var með 910 umsagnir á síðasta ári og gáfu 95 prósent notenda hótelinu einkunnina „excellent“. Enginn gaf hótelinu einkunn undir meðallagi. Hótelið er lítið og glæsilegt og er þema þess sjötti áratugur liðinnar aldar. Hótelið býðst til að sækja og skutla gestum í gamalli Mercedes Benz-limmósínu milli staða. Gestir hrósa hótelinu fyrir að vera kyrrlátt, gestrisið og með afburðakurteist starfsfólk. Þá sé leitun að hóteli þar sem meiri áhersla er lögð á hreinlæti.

TripAdvisor verðlaunar hótel á hverju ári í mörgum flokkum; meðal annars fyrir bestu þjónustuna og hvar fólk fær mest fyrir peninginn. Fyrrnefnt hótel í Kambódíu fékk hæstu einkunn í samanlögðu, ef svo má segja. Besta lúxushótelið heitir Baros Maldives og er á Maldíveyjum. Athygli vekur að eitt íslenskt hótel komst á listann, en það var í flokknum Bed and Breakfast. Guesthouse 1×16 í Keflavík var í 18. sæti á þeim lista.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“