fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
FókusKynning

Óbyggðaferðir: Fjórhjólaferðir fyrir alla

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. janúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óbyggðaferðir er fjölskyldufyrirtæki í Fljótshlíðinni sem nú í ár fagnar 11. starfsárinu. Við bjóðum upp á skoðunarferðir á fjórhjólum allt árið um kring, hvort sem er í Fljótshlíðinni eða lengra inn á hálendið. Um síðustu áramót fluttum við aðstöðuna um þrjá kílómetra. Við erum nú staðsett með vinum okkar, Hótel Fljótshlíð, í Smáratúni, sem er svansvottað hótel og veitingastaður.

Að njóta náttúru og útiveru á fjórhjólum er skemmtileg upplifun. Við bjóðum upp á fjölbreyttar ferðir allt frá tveimur klukkustundum til dagsferða, sem henta jafnt byrjendum sem vönum.

Þórsmörk, Eyjafjallajökull, Tindfjöll og Markarfljótsgljúfur eru dæmi um staði í næsta nágrenni við okkur. Meðal áfangastaða í ferðum okkar lengra inni á hálendið eru Landmannalaugar, Hrafntinnusker, Heklusvæðið og fleira.

Kýlingar inn af Landmannalaugum.
Kýlingar inn af Landmannalaugum.

Óbyggðaferðir Atv Iceland.is er með aðsetur að Hótel Fljótshlíð Smáratúni.
Við útvegum viðskiptavinum hjálma og allan hlífðarfatnað. Fjórhjólaferðirnar með Óbyggðaferðum henta jafnt einstaklingum, fjölskyldum og hópum allt að 40 manns. Í samstarfi við Hótel Fljótshlíð er auðvelt að klæðskera skemmtilegt hópefli með möguleika á gistingu, sælkeramat beint frá býli og frábærri afþreyingu, hvort sem er á
fjórhjóli eða hestum, en að Smáratúni er líka starfrækt hestaleiga á sumrin.

Við leggjum metnað í persónulega þjónustu og að ferðast um landið í sátt við umhverfið og náttúru. Við erum aðeins í 90 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík (113 km).

Goðasteinn á toppi Eyjafjallajökuls.
Goðasteinn á toppi Eyjafjallajökuls.

Heimsókn í Fljótshlíðina svíkur engan. Saman getum við búið til uppskrift að góðum degi.
Upplýsingar info@atviceland.is eða í símum 661-2503 (Unnar) og 661-2504.

Óbyggðaferðir – vefsíða
Hótel Fljótshlíð – vefsíða

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr