fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
FókusKynning

Aldagamlar hefðir og nýmóðins silfursmíð, allt í einni kistu

Kynning

Gullkistan smíðar eftir þrjú hundruð ára gömlu stokkabelti

Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 19. janúar 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að koma í Gullkistuna á Frakkastíg er svolítið eins og að kíkja í kistu fulla af gulli og gersemum. Bak við búðarborðið er hún Dóra Jónsdóttir, núverandi eigandi og gullsmiður. Dóra man tímana tvenna í sögu gullsmíði á Íslandi en hún byrjaði að læra fagið árið 1949 og hefur starfað í Gullkistunni síðan þá. Gullkistuna má líklega titla sem elsta gullsmíðaverkstæði á Íslandi en það var upphaflega stofnað árið 1870 af gullsmiðnum Erlendi Magnússyni. Þá var verslunin staðsett að Þingholtsstræti. Í Gullkistunni hefur verið unnið það góða starf að viðhalda hefðum í skartgripagerð og vinna með gamla víravirkið sem og aldagömul mynstur. Gullkistan er þekktust fyrir smíði á skarti fyrir þjóðbúninga út frá gömlum mynstrum og myndum sem Erlendur safnaði á sínum tíma en mótin, sem gerð voru fyrir sandsteypu, fylgdu verkstæðinu. Enn er farið eftir þessum gömlu mynstrum, en gömlu mótin eru nú komin í varðveislu á Árbæjarsafni.

Mynd: © Heiða Helgadóttir

Varðveita þekkinguna

Aðspurð hvort gamla handverkið sé nokkuð að glatast segir Dóra að það sé síður en svo hætta á því. „Gömlu hefðunum hefur alltaf verið haldið vel við hér á landi. Við höfum haft þónokkra lærlinga hjá okkur sem varðveita þekkinguna og þannig mun handverkið varðveitast áfram um ókomna tíð.“ Ásamt því að vera einn helsti fulltrúi þjóðbúningasilfursins á Íslandi þá sinnir Gullkistan að sjálfsögðu almennri þjónustu við gullsmíði svo sem hreinsun og lagfæringu og framleiðir ýmsa fallega gripi út frá eigin hönnum, enda leikur málmurinn í fagmannlegum höndum Dóru.

Mynd: © Heiða Helgadóttir

Mynstrin löngu orðin íslensk

Eins og áður sagði þá hannar Gullkistan meðal annars skart út frá eldgömlum mynstrum sem rekja rætur sínar langt aftur í aldir. Dóra má heita nokkurs konar sérfræðingur í þessum gömlu mynstrum og hún tekur strax til við að fræða blaðamann um efnið. „Myndirnar í mynstrinu segja okkur sögur af riddurum og hetjum í bardögum á þjóðflutningatímanum. Þessi mynstur eru líklega frá miðöldum eða jafnvel eldri og voru að berast hingað smátt og smátt frá meginlandinu. Þeim fylgja engar skýringar og vinna menn hörðum höndum að því að rannsaka uppruna þeirra. Mynstrin eru nú mörg hver löngu orðin íslensk þar sem þau hafa verið smíðuð hér í mörg hundruð ár. Dæmi er um stokkabelti á Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn sem er líklega orðið þrjú hundruð ára gamalt og svo eru sams konar belti á Þjóðminjasafni Íslands frá 16. öld,“ segir Dóra.

Tunnel-lokkur
Tunnel-lokkur

Aldagömul stokkabelti og nýmóðins tunnel-lokkar

Í Gullkistunni hefur engu verið gleymt og gömlu hefðunum ætíð verið haldið þar við. Hjá Dóru er meðal annars hægt að fá eins stokkabelti og það sem finnst á Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn. Einnig hannar Dóra ný mynstur út frá gömlu mynstrunum og notar við smíðar skarts. Svo smíðar hún einnig ýmiss konar nýmóðins skartgripi af mikilli list. Þess má geta að Dóra hefur ekki látið sitt eftir liggja í „tunnel“-æðinu sem gripið hefur landann að undanförnu, en í Gullkistunni má finna dýrindis silfurlokka sem prýða slík eyrnagöt vel.

Verslunin er staðsett á Frakkastíg 10.
Opið alla virka daga frá kl. 14.00 til 18.00 og laugardaga frá kl. 11.00 til 14.00.
Sími: 551-3160
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verslunina á heimasíðu verslunarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr