fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
FókusKynning

Fæðingarmyndataka með nýja kettinum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. janúar 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndatökur af nýjasta fjölskyldumeðlimnum þykja nú ekkert tiltökumál og flest pör taka myndir af nýfæddu barni eða ráða ljósmyndara til verksins. Myndataka Lucy Schultz og kærasta hennar er þó af nokkuð öðru tagi, en þau réðu ljósmyndara til að mynda þegar hún „fæddi“ nýja köttinn þeirra.

Myndirnar eru bæði kómískar og fallegar, þrátt fyrir að „barnið og fæðingin“ séu ekki hefðbundin.

Schultz birti síðan myndirnar á Facebooksíðu sinni eins og um hefðbundna fæðingartilkynningu væri að ræða: „Þann 10. janúar 2018 tökum við á móti fyrsta barni okkar, geldum högna. Hann er 56 sentimetrar og vegur 3 kíló. Hann er þegar byrjaður að borða fasta fæðu. Nafn verður ákveðið síðar. Við erum svo ástfangin.“

Ljósmyndarinn, Elisabeth Woods-Darby, sagði í samtali við UNILAD: „Það var gaman að mynda, við hlógum öll þrjú allan tímann. Myndatakan tókstuttan tíma, en er ein sú skemmtilegasta sem ég hef tekið. Kötturinn svaf mest allan tímann, og þegar hann svaf ekki, þá malaði hann bara. Hann var hrifnastur af því þegar hann var vafinn í nýja ungbarnateppið sitt og hann elskar það ennþá.“

Parið hefur fengið á sig nokkra gagnrýni vegna myndatökunnar og svarar Woods-Darby henni: „Ég held að myndatakan hafi fengið svona mikla athygli af því að hún er fyndin, aðeins skrýtin, en samt raunveruleg. Þegar við erum komin á ákveðinn aldur þá er fréttaveitan okkar á samfélagsmiðlum full af tilkynningum og sögum um að vinir okkar eru að eiga börn. Myndatakan var alls ekki til að gera grín að því, alls ekki, heldur til að fagna nýjum meðlim fjölskyldunnar, sérstaklega einum sem átti ekki heimili viku áður. Við höfum fengið töluverða gagnrýni, fólk segir að við séum að vanvirða konur og mæður, en það er akkúrat öfugt. Ég og Lucy erum báðar ljósmyndarar og höfum tekið myndir af fæðingum og nýburum og ég tel að það sé sameiginleg virðing okkar og hrifning af þeim viðburðum sem hjálpaði okkur að gera þessar myndir svona raunverulegar.“

Schultz segir að hún vilji að fólk sjái myndirnar og fari síðan og fái sér kött inn á heimilið. Draumur hennar er að reka kattaathvarf og að kötturinn hennar eignist fleiri vini. Kötturinn hefur enn ekki fengið nafn, en unnir sér vel á nýja heimilinu.

Fleiri myndir má sjá á Facebooksíðu Schultz.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni