Purkhús er vefverslun á vefslóðinni purkhus.is sem sérhæfir í fallegum vörum til að prýða heimilið. Eigandinn er Sara Björk Purkhús en að hennar sögn koma vörurnar víða að, til dæmis frá Bandaríkjunum, Indlandi og Kína, en sumar vörurnar hannar Sara sjálf og lætur framleiða fyrir sig, aðrar kaupir hún af heildsölum.
„Vörurnar eiga það allar sameiginlegt að prýða hús og heimili. Vinsælustu vörurnar eru DÍS blómavasi, HRINGUR kertasjaki, SAXI veggpunt og svo eru krítarlímmiðarnir líka mjög vinsælir. Það eru einhverjar vörur uppseldar núna en allt væntanlegt aftur á næstu vikum,“ segir Sara, en hún opnaði verslunina í september síðastliðnum:
„Vefverslunin hefur fengið mjög góðar viðtökur og ég er mjög þakklát fyrir það. Ég hef náð að auka vöruúrvalið á þessum fjórum mánuðum og stefni á að auka það enn frekar á næstunni. Ég var búin að vera með þessa hugmynd í kollinum, að stofna vefverslun með fallegum vörum fyrir heimili, í nokkurn tíma og lét loksins verða af því á síðasta ári, en mér hefur alltaf þótt gaman að gera fínt í kringum mig og áhugi minn fyrir því jókst enn meira þegar ég flutti að heiman.“
Sara leggur jafn mikla áherslu á gæði og hagstætt verð á vörunum sem hún tekur inn til sölu og því þarf að vanda valið: „Þegar ég panta inn vörur þá byrja ég á því að fá prufueintak og tek í framhaldinu ákvörðun um hvort ég panta vöruna inn. Ef mér líkar varan og gæðin þá panta ég vöruna. Ég hef fengið mörg prufueintök sem mér hefur ekki líkað nógu vel við og því ekki pantað þá vöru. Mig langar til þess að bjóða viðskiptavinum mínum fallegar vörur fyrir heimilið á góðu verði. Það er mitt markmið.“
Þess má geta að Purkhús sendir vörur heim til viðskiptavina um allt land og sendingarkostnaður er enginn.
Þessa dagana er gott tækifæri til að kynna sér purkhus.is því það er nýársútsala í gangi þar sem valdar vörur eru á 20–50% afslætti en allar aðrar vörur á 10% afslætti. Alltaf er eitthvað spennandi framundan.
„Ég er að taka inn nýja vöru sem kemur vonandi fyrir helgi en það er dásamlegur hringspegill á vegg. Hann er í þremur litum, kopar, gylltu og út í svargrátt. Hann er 40 sentimetrar í þvermál og er með fallegri glerhillu framan á. Þrátt fyrir að spegillinn sé ekki kominn í sölu ennþá hefur hann vakið mikla athygli og margir komnir á biðlista eftir honum. Ég er einnig að vinna í fleiri nýjum vörum en get ekki sagt frá þeim strax,“ segir Sara að lokum.
Sjá nánar á purkhus.is, á Facebook-síðunni Purkhús og hjá Purkhús á Instagram.