Davíð Hansson hjá Stórfínt heyrði fyrst orðið flutningsþrif þegar hann sjálfur skipti um húsnæði fyrir einu og hálfu ári og var í tímaþröng eins og svo margir í þeim sporum. Hann nýtti sér slíka þjónustu sjálfur og losnaði þar með við mikið og tímafrekt erfiði en eins og allir vita krefjast fasteignaskipti og flutningar mikils tíma og vinnu, svo ekki sé þrifunum bætt þar við. Fyrir ári stofnaði Davíð síðan hreingerningafyrirtækið Stórfínt sem sérhæfir sig annars vegar í Flutningsþrifum og hins vegar Airbnb-þrifum.
Davíð viðurkennir að flutningsþrif séu mjög erfið. „Jú, þetta er hörkupúl. Fólk sparar sér mikið erfiði við þetta og þetta er líka tímafrekt og fólk yfirleitt á síðustu stundu við að flytja út og skila af af sér,“ segir hann.
Í flutningsþrifum eru allir skápar þrifnir hátt og lágt, þar með talinn ísskápurinn. Þrifið er ofan á skápnum og allar hillur þrifnar vel og vandlega. Gluggar, innréttingar, veggir og flest annað er þrifið, svo hægt sé að skila íbúðinni með sóma. Allir gólffletir eru ryksugaðir og að lokum skúraðir. Stórfínt er vel búið tækjum og getur þurrkað burt erfiða bletti.
Núna geturðu greitt með Netgíró! Það er kostnaðarsamt að flytja og núna getur þú frestað greiðslu í 14 daga eða jafnvel skipt reikningnum upp í nokkrar greiðslur og þannig aukið sveigjanleika í útgjöldum.
„Við lentum síðan inni í Airbnb-þrifunum fyrir tilviljun en þau hafa vaxið hratt og eru orðin um helmingur af umsvifunum,“ segir Davíð.
Innifalið í þjónustunni er að skipt er um á rúmum, íbúðin þrifin, rúm, handklæði og tuskur eru þrifnar, og rusli er fleygt.
Ekki er föst verðskrá í Airbnb-þrifum heldur eru gerð tilboð sem henta hverjum og einum.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni storfint.is.