Fyrirtækið Björninn býður upp á allar tegundir af innréttingum innanhúss, allt frá innréttingum í bílskúrinn upp í eldhúsinnréttingar og baðinnréttingar; sömuleiðis fataskápa, bókahillur og margt fleira. Um er að ræða sérsmíðaða íslenska framleiðslu, eigin framleiðslu fyrirtækisins í einu og öllu. Rætur fyrirtækisins eru margra áratuga gamlar en það hefur verið til í núverandi mynd í yfir 20 ár.
Allar innréttingar í Birninum eru sérsmíðaðar eftir óskum viðskiptavinarins. Hann ákveður viðartegund, höldur og innviði. Starfsmenn Bjarnarins teikna síðan upp verkið, smíða innréttinguna og setja hana upp sé þess óskað.
„Það eru margir aðilar sem selja innréttingar en það sem gefur okkur sérstöðu er að hjá okkur getur fólk endurnýjað hluta af innréttingunni, skipt út lúnum hurðum, fengið nýjar hillur inn í gamlar innréttingar, skipt um borðplötur, hvað eina sem er farið að gefa eftir, fengið yfirhalningu á innréttingunni svo hún er eins og ný og fengið nýjar skúffur inn í gamlar innréttingar – en fyrir aðeins brot af kostnaðinum við nýja innréttingu,“ segir Páll Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Bjarnarins.
Verslun Bjarnarins er að Ármúla 20 og er opin virka dag frá kl. 9 til 17.30. Þangað er gott að koma og skoða allt úrvalið af innréttingum og ræða við fagmenn sem geta veitt hverjum og einum sérsniðna þjónustu.
Páll er ánægður með staðsetninguna við Ármúlann: „Ármúlinn er sterk og góð verslunargata. Hér eru mjög þekkt og traust fyrirtæki sem fólk þekkir. Hér er gott að vera með rekstur.“
Síminn hjá Birninum er 562-5000 en nánari upplýsingar og myndir af innréttingum er að finna á vefsíðunni bjorninn.is og Facebook-síðunni Björninn innréttingar.