fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
FókusKynning

5 staðir sem þú ættir alls ekki að heimsækja árið 2018

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. janúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun hvers árs þykir vinsælt og jafnvel sniðugt að taka saman allskonar lista, til dæmis yfir heitustu áfangastaðina. Ferðavefurinn Fodors tók hins vegar á dögunum saman lista yfir þá staði sem fólk ætti helst ekki að heimsækja á þessu ári.

Á listanum kennir ýmissa grasa og eru ástæðurnar jafn misjafnar og þær eru margar. Einhverjir þessara staða eru til dæmis sagðir þurfa á nauðsynlegri hvíld að halda frá stöðugum straumi ferðamanna.

Hér að neðan gefur að líta yfirlit yfir þessa fimm staði og ástæðurnar sem Fodors gefur upp.


Mynd: Myndir: Reuters

Galapagos-eyjar

Galapagos-eyjar eru gríðarlega fallegar og þekktar fyrir fjölskrúðugt dýralíf. Eyjarnar liggja um þúsund kílómetra vestur af meginlandi Suður-Ameríku en Fodors segir að fólk ætti að halda sig frá eyjunum af þeirri einföldu ástæðu að stöðugur straumur ferðamanna stefnir eyjunum, dýralífinu og vistkerfinu í hættu.


Staðirnir sem heimamenn vilja ekki að þú heimsækir

Hér er um að ræða staði sem hafa verið gríðarlega vinsælir meðal ferðamanna á undanförnum árum. Svo vinsælir að heimamenn eru orðnir þreyttir á stríðum straumi þeirra. Í umfjöllun Fodors eru nokkrir staðir nefndir í þessu samhengi; fyrst ber að nefna Machu Picchu í Perú og Amsterdam í Hollandi. Bent er á að íbúar Amsterdam séu 800 þúsund en fimm milljónir heimsæki borgina árlega.


Taj Mahal í Indlandi

Taj Mahal er þekktasta kennileiti Indlands en á þessu ári stendur til að fara í framkvæmdir og endurbætur á þessari glæsilegu höll. Þannig verður hún þakin einhverskonar leðju stóran hluta ársins sem á að koma í veg fyrir að hvíti marmarinn á henni gulni. Það er því til heppilegri tími til að heimsækja hana síðar.


Phang Nga-þjóðgarðurinn í Taílandi

Phang Nga er sannkölluð paradís á jörðu en eins og með marga slíka staði er ásókn í þá mikil. Þarna er að finna fallegar strendur, stóra og mikla skóga og landslag sem er engu líkt. Svæðið er viðkvæmt og þarf á hvíld að halda, að mati Fodors.


Mynd: Sean Pavone 2015

Mjanmar

Mjanmar var á lista Fodors árið 2013 yfir þá staði sem fólk ætti endilega að heimsækja. Það deilir enginn um það að Mjanmar, einnig kallað Búrma, er eitt fegursta land heims. Landið er þó stjórnarfarslega vanþróað og í nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir að mannréttindi séu fótum troðin hjá stórum hópum fólks í landinu. Nægir í því samhengi að nefna stöðu Róhingja í landinu sem sætt hafa grimmum ofsóknum að undanförnu. Hefur meðferðinni á þeim verið líkt við þjóðarmorðin í Rúanda á tíunda áratug liðinnar aldar. Ferðamenn með samvisku ættu að halda sig fjarri landinu meðan slík mannréttindabrot eru framin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt