fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
FókusKynning

Þess vegna áttu að leika svona við barnið þitt

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. janúar 2018 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir foreldrar sem taka þátt í líkamlegum leikjum með börnum sínum stuðla að því börnin þjást síður af kvíðaröskunum þegar fram líða stundir. Hér er átt við leiki eins og kapphlaup og gamnislagi svo dæmi séu tekin.

Þetta leiðir ný rannsókn ástralskra og hollenskra vísindamanna í ljós. Í rannsókninni, sem vísindamenn við Macquarie University í Sydney og University of Amsterdam í Hollandi, stóðu fyrir voru 312 fjölskyldur rannsakaðar.

Börn þeirra foreldra sem notuðu reglulega svokallaða CPB-aðferð (e. challenging parent behaviour) áttu börn sem glímdu við minni kvíða en börn þeirra foreldra sem ekki beittu aðferðinni. CPB er í raun samheiti yfir ærslafulla leiki eins og komið er inn á í fyrstu efnisgreininni.

Vísindamenn telja að ástæðan fyrir þessu sé sú að með ærslafullum leikjum séu börn hvött til að taka áhættur, en þó í öruggu umhverfi. Slíkir leikir geti haft jákvæð og verndandi áhrif og stuðlað að því að börnin verði öruggari í ákveðnum aðstæðum sem stundum þykja óþægilegar.

Rebecca Lazarus, einn þeirra vísindamanna sem stóð fyrir rannsókninni, segir að foreldrar sem vefja börn sín inn í bómul, ef svo má segja, og koma í veg fyrir ærslafulla leiki séu að ýta undir það að börnin þjáist af kvíðaröskunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
18.10.2023

Fyrirtækjaþjónusta ELKO aðstoðar fyrirtæki með jólagjafir til starfsfólks 

Fyrirtækjaþjónusta ELKO aðstoðar fyrirtæki með jólagjafir til starfsfólks 
Kynning
12.10.2023

Upplifðu einstaka áfangastaði með Úrval Útsýn

Upplifðu einstaka áfangastaði með Úrval Útsýn