fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Sjö mýtur um mat: Þú fitnar ekki ef þú borðar kolvetni

Ekki hlusta á eitthvað kjaftæði – Margar rangtúlkanir um mat og mataræði

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 23:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú þarft ekki að hætta að borða hrísgrjón og pasta því kolvetni eru ekki fitandi. Það er hins vegar annað mál ef þú borðar hrísgrjón og pasta í öll mál. Þá er hætt við því að það fari að bera á aukakílóunum. Næringarfræðingurinn Rob Hobson segir í samtali við Mail Online að mikils misskilnings gæti hjá fólki varðandi mat og næringu. Mail Online fékk hann til að blása á sjö algengar mýtur hvað þetta varðar.


1.) Kolvetni eru fitandi

Í næringarfræðilegu tilliti á þessi fullyrðing ekki við rök að styðjast. Rob bendir á að eitt gramm af höfrum, hrísgrjónum og pasta innihaldi aðeins fjórar hitaeiningar sem er það sama og eitt gramm af prótínum. Þessi matur er líka góð uppspretta trefja og B-vítamíns. Rob segir að fólk þurfi frekar að huga að því hvað það borðar með matnum en matnum sjálfum. Hitaeiningarnar leynist oftar en ekki í sósunni eða meðlætinu.


2.) Þú átt ekki að borða eftir klukkan 7 á kvöldin því þá gætirðu fitnað

Þetta er algeng fullyrðing sem stundum heyrist. Í fyrsta lagi er það ekki þannig að líkaminn ákveði allt í einu að breyta öllum mat sem þú innbyrðir í fituforða eftir klukkan 7 á kvöldin. Í öðru lagi, þó það hægist á líkamsstarfseminni og þar með brennslunni á kvöldin og næturnar, halda meltingarfærin áfram að vinna úr þeirri fæðu sem líkaminn fær. Það eina sem skiptir máli varðandi það að safna fitu er hitaeiningafjöldinn sem þú innbyrðir og hitaeiningafjöldinn sem líkaminn þinn notar. Ef þú innbyrðir fleiri hitaeiningar en þú brennur þá fitnarðu. Alveg sama hvort þú borðar eftir klukkan 7 á kvöldin eða ekki.


Mynd: Skjáskot af vef Daily Mail.

3.) Þú eykur brennsluna með því að borða margar litlar máltíðir á dag

Það er alveg rétt að líkaminn brennir hitaeiningum þegar hann fær mat til að vinna úr. En ekki nógu mörgum til að þú léttist að einhverju ráði. Sumir sem eru að reyna að léttast eru stundum sínartandi en hættan, að sögn Robs, er sú að þú nartir einfaldlega of mikið og innbyrðir þar með fleiri hitaeiningar en þú ætlaðir þér. Eina leiðin til að auka brennsluna að einhverju marki er að stunda líkamsrækt.


Mynd: DV ehf./Sigtryggur Ari

4.) Þú þarft að borða mjólkurvörur til að líkaminn fái nóg af kalki

Flestir eru meðvitaðir um mikilvægi þess að fá kalk í kroppinn fyrir beinin. En færri eru meðvitaðir um að hægt er að fá kalk úr svo mörgu öðru en mjólkurvörum. Dökkgrænt grænmeti er góð uppspretta kalks en einnig möndlur, fræ, baunir og fiskur á borð við lax. Rob segir að engin ástæða sé til að hætta að borða mjólkurvörur nema viðkomandi sé með mjólkuróþol.


Mynd: 123rf

5.) Náttúrulega kólesterólrík fæða, eins og egg, eykur líkur á hjartasjúkdómum

Fæðutegundir sem eru náttúrulega ríkar af kólesteróli, eins og egg, hafa afar takmörkuð áhrif á blóðfitu og kólesterólmagn í blóðinu. Þetta þýðir að þú þarft ekki að takmarka neyslu á eggjum við tvö á dag til að minnka líkur á hjartasjúkdómum. Þeim sem þjást af sykursýki er aftur á móti ráðlagt að takmarka neyslu á kólesterólríkri fæðu og helst ekki borða meira en þrjú egg á dag.


6.) Hráfæði er gott fyrir heilsuna því það inniheldur ensím sem hjálpa meltingunni

Hráfæði er í raun matreiðsluaðferð sem felur í sér að maturinn, grænmeti, kartöflur, ávextir og fleira, er ekki hitað upp fyrir 47 gráður. Hráfæði hefur marga góða eiginleika en Rob segir að þeir séu stundum ýktir. Ensímin sem fjallað er um í fyrirsögninni hjálpa plöntunni, eða grænmetinu, að þroskast og stækka en þau koma mannfólkinu að litlu gagni, segir hann. Sumir hafa fullyrt að ensímin hjálpi líkamanum að viðhalda takmörkuðum forða ensíma en Rob segir að þetta sé rugl. Í heilbrigðri manneskju verði aldrei skortur á mikilvægum og lífsnauðsynlegum ensímum. Rob tekur þó fram að hráfæði hafi marga góða eiginleika en kostir þess séu stundum ýkir um of.


7.) Mettuð fita eykur kólesterólmagn í líkamanum og leiðir til hjartasjúkdóma

Umræðan um fitu getur stundum verið flókin. Ófáir hafa mælt með því að takmarka neyslu á mettaðri fitu til að viðhalda heilbrigðu kólesterólmagni í blóðinu. Rob bendir hins vegar á að rannsóknir hafi sýnt að neysla á mettaðri fitu er ekki jafn beintengd hjartasjúkdómum og áður var talið. Oft er talað um tvær tegundir kólesteróls, góða og slæma kólesterólið. Neysla á mettaðri fitu eykur magn slæma kólesterólsins (LDL) en þegar líkaminn innbyrðir slæma kólesterólið býr líkaminn til góða kólesterólið sem aftur vinnur gegn því slæma. Þetta kann að hljóma öfugsnúið en er samt sem áður svona, segir Rob. Hann bendir á að þriðja tegund kólesterólsins, VLDL, sé sérstaklega hættuleg og miklu hættulegri en LDL. Lifrin framkallar þessa tegund kólesteróls við neyslu á mjög sykruðum og unnum mat, til dæmis kornsýrópi og strásykri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni