fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
FókusKynning

GreenKey vill hjálpa sem flestum að komast á HM í Rússlandi

Kynning

Heildarlausn í útleigu íbúða til ferðamanna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

GreenKey veitir heildarlausn til íbúða- og húseigenda sem vilja leigja eign sína til ferðamanna og fá þar með inn tekjur til að vega upp á móti eigin ferðakostnaði. Ný lög um gistileigu tóku gildi um síðustu áramót og samkvæmt þeim er hægt að leigja út eignina sína samtals 90 nætur á ári án þess að fá sérstakt gistihúsaleyfi, aðeins þarf að skrá sig inn á heimagisting.is.

Núna eru margir að velta fyrir sér að fara á HM í Rússlandi næsta sumar og til að standa straum af ferðakostnaðinum er gott ráð að leigja út sitt eigið húsnæði til ferðamanna á meðan ferðinni stendur. En maður getur ekki sinnt gestum á meðan maður er í Rússlandi og því er gott að geta nýtt sér þjónustu aðila á borð við GreenKey.

GreenKey hefur þjónustað yfir hundrað íbúðir síðan fyrirtækið hóf störf árið 2016 og hefur vaxið hratt og örugglega.

„Núna eru spennandi tímar framundan og hyggjumst við bjóða upp á betri kjör fyrir þá sem hyggjast leggja land undir fót og styðja karlalandsliðið til dáða í Rússlandi í sumar.
Við ætlum að reyna að koma sem flestum á HM með því að bjóða afslátt af þjónustu okkar við þá sem hyggjast leigja út húsnæði sitt á meðan þeir eru í Rússlandi. Við bjóðum upp á heildarlausn sem við köllum GreenKey Frelsi. Þá tökum við að okkur skráningu, erum með ljósmyndara sem myndar eignina og við skráum íbúðina. Við setjum íbúðina síðan á Airbnb – en ekki aðeins þangað heldur erum við líka í samstarfi við Homeaway, Tripadvisor og Booking.com og notumst við bókunarforrit til að stýra framboði þannig að sýnileikinn á íbúðum í okkar þjónustu er margfaldur,“ segir Guðmundur Árni Ólafsson, framkvæmdastjóri Greenkey.

Íbúðir sem skráðar eru hjá GreenKey fá gríðarlegan sýnileika. Jafnframt því veitir Green Key heildarlausn svo íbúðareigandinn þarf í rauninni ekki að gera neitt:

„Við útvegum rúmföt, lín og handklæði, þvoum allan þvott – allan pakkann. Við sjáum um verðstýringu og samskipti við komandi gesti og skilum af okkur hreinni íbúð þegar eigandinn kemur heim úr fríinu,“ segir Guðmundur og bætir við að þeir sem eru lengur í þjónustu hjá Airbnb fái enn betri kjör.

Nánari upplýsingar um þjónustuna og kjörin er að finna á vefsíðunni www.greenkey.is. Þar er einnig hægt að komast í samband við fyrirtækið. Einnig er gott að hringja í síma 519 8989 eða senda fyrirspurn á netfangið info@greenkey.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“