fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

16 pottþétt ráð til að léttast hratt og örugglega

Einföld en ótrúlega árangursrík ráð eftir allt átið um jólin

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 23:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þig langar að léttast og hefur prófað ýmislegt en ekkert hefur skilað nægjanlega góðum árangri. Vefurinn Health.com hefur tekið saman sextán ráð frá fólki sem hefur náð eftirtektarverðum árangri í baráttu sinni við aukakílóin. Ef þú tileinkar þér þessi ráð ættirðu að ná þokkalegum árangri eftir allt átið um jólin.

Hættu í skyndibitanum

„Ég fór mjög oft út að borða, allt að níu sinnum í viku. Með því að minnka þetta niður í eitt skipti í viku og panta mér þá kjúklingasalat í staðinn fyrir stóra pastaskál tókst mér að léttast um 10 kíló á einum mánuði.“
– Kerri Butler

Hafðu fyrir óhollustunni

„Ég náði þyngdarmarkmiði mínu með því að hætta að kaupa snakk þegar ég verslaði í matinn. Ef mig langaði í snakk eða sælgæti þá varð ég að gjöra svo vel að fara út í búð og kaupa það. Það var óhagkvæmt og varð til þess að ég minnkaði snakkneysluna – og þar með saltneysluna mikið.“
– Heather Del Baso

Fáðu þér 300 hitaeininga morgunverð

„Áður fyrr sleppti ég morgunmatnum en núna sleppi ég honum aldrei. Ég borða alltaf prótínríkan morgunverð sem inniheldur um 300 hitaeiningar. Dæmi: Samloka með hnetusmjöti. Þetta gerir það að verkum að ég narta síður yfir daginn. Á rúmu ári hef ég lést um 30 kíló.
– Bo Hale

Hreyfðu þig á staðnum

„Ég reyni að koma hreyfingu inn í dagskrána mína hvar sem ég er og hvenær sem er. Geri hnébeygjur þegar auglýsingar eru í sjónvarpinu og dansa þegar ég er að vaska upp. Þetta brennir fáum hitaeiningum en margt smátt gerir eitt stórt.“
– Megan Tiscareno

Losaðu þig ávanann

„Ég hætti að reykja, byrjaði í ræktinni og fékk mér einkaþjálfara. Það var ekki möguleiki hjá mér að reykja og vera um leið dugleg í ræktinni og í góðu formi. Ég hef lést um rúm 15 kíló á þremur mánuðum.“
– Leila Fathi

Hreinsaðu óhollustuna úr skápunum

„Ég tók til í eldhússkápunum og frystikistunni og losaði mig við óhollustuna. Með því að skipta kexinu og ísnum út fyrir sólblómafræ eða hafraklatta fór ég ósjálfrátt að taka betri ákvarðanir þegar ég fékk mér að borða. Núna er ég grennri en áður en ég varð tveggja barna móðir!“

  • Lori Feldman

Hreyfing í stað óhollustu

„Eftir vinnu vandi ég mig á að fara út með vinnufélögunum og við fengum okkur oft að borða, oftast djúpsteiktan mat. Svo breyttum við til og í stað þess að fara út að borða fórum við út að ganga og jogga. Ári síðar er ég tuttugu kílóum léttari.“

  • Ellen Setzer

Komdu þér í stuð með tónlist

„Ég fyllti iPodinn minn af kraftmikilli tónlist sem varð til þess að ég hlakkaði til að fara í ræktina. Þetta gaf mér aukna orku og ég var kraftmeiri á æfingunni. Og vegna þess að öll lögin eru góð þá æfi ég lengur en ég gerði áður. Tveimur mánuðum síðar er ég 6 kílóum léttari.“

  • Kara Marshall

Borðaðu meira grænmeti

„Með því að bæta grænmeti við uppáhaldsréttina mína varð ég svo södd að ég hafði ekki pláss fyrir eftirrétt. Með því að setja grænmeti á pítsuna í staðinn fyrir til dæmis pepperoni léttist ég mikið.“

  • Janessa Mondestin

Hlauptu af þér rassinn!

„Þegar mig langaði að komast í gallabuxurnar mínar á nýjan leik þá ákvað ég að byrja að hlaupa. Ég hljóp í tuttugu mínútur á hverjum degi og á tveimur mánuðum léttist ég um 5 kíló. Ég er orkumeiri og nýbúin að klára mitt fyrsta 5 kílómetra hlaup. Buxurnar? Þær eru alltof stórar núnar.“

  • Lauren Castor

Jóga

„Jóga er það besta sem hefur gerst fyrir samband mitt við mat. Ég er meðvitaðri um hvað ég borða og hætti þegar ég verð södd. Appelsínuhúðin er horfin.“

  • Jessica Nicklos

Ekki stækka máltíðina

„Þegar ég fékk mér skyndibita vandi ég mig á að stækka máltíðina, borða meira af frönskum og drekka meira af gosi. Eftir að ég hætti því hef ég misst 8 kíló á 7 vikum.

  • Miranda Jarrell

Geymdu pláss fyrir eftirréttinn

„Eftir að ég fór að borða meiri hollustu eins og gulrætur og hummus get ég leyft mér að fá mér súkkulaði eða vínglas á kvöldin. Þrátt fyrir það hefur mér tekist að léttast um 10 kíló.“

  • Elaine Higginbotham

Tileinkaðu þér nýjungar

„Fyrir tveimur mánuðum ákvað ég að prófa Zumba tvisvar í viku. Zumba hefur hjálpað mér að tóna líkamann – sérstaklega fæturna og upphandleggina. Ég hef lést um rúm 5 kíló á þessum tveimur mánuðum.“

  • Morgan Howe

Hættu að borða á kvöldin

„Eftir að ég eignaðist barn hætti ég að borða eftir klukkan hálf sjö á kvöldin, fimm kvöld vikunnar. Hin tvö kvöldin leyfði ég mér að borða það sem mig langaði í. Þar sem ég borðaði hvort sem er bara ruslfæði öll kvöld vikunnar var ég aðeins tvo mánuði að koma mér í þá þyngd sem mig langaði að vera í.

  • Deborah Gilboa

Farðu út að labba með hundinn

„Ég fer í göngutúr með hundinum á hverjum degi, jafnvel bara í 10 mínútur í hvert skipti. Allt þetta labb skilar sínu. Á síðastliðinu ári hef ég misst 25 kíló.“

  • Jamie Altholz
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni