Taktu teningaprófið sem er létt og skemmtilegt og fáðu að vita allt um persónuleika þinn.
Teningapersónuleikaprófið var búið til af japönskum sálfræðingum árið 2000 og birtist fyrst í metsölubókinni „Kokology“ eftir Tadahiko Nagao, sem inniheldur fjölda persónuleikaprófa. Prófið sem er létt og skemmtilegt er vinsælasta prófið úr bókinni.
Prófið samanstendur af nokkrum þáttum og spurningum. Ef það virkar betur fyrir þig vertu þá með blað og penna og teiknaðu niður það sem þú sérð fyrir þér.
1) Teningur
Ímyndaðu þér að þú sért í eyðimörk, eyðimörk er víðfeðm og framundan í sandinum er teningur, sem er frekar stór.
Sérðu teninginn? Hversu stór er hann? Hvar er hann nákvæmlega, er hann grafinn í sandinn eða hvílir ofan á honum, er teningurinn jafnvel í lausu lofti? Hreyfist hann? Úr hverju er hann gerður?
2) Stigi
Þú tekur eftir að það er líka stigi í eyðimörkinni.
Úr hverju er stiginn gerður? Hversu langur er hann? Er hann gamall? Hvar er hann staðsettur með tilliti til teningsins?
3) Hestur
Næst tekur þú eftir að hestur birtist í eyðimörkinni.
Er hesturinn á hreyfingu? Ef svo er, í hvaða átt er hann að fara? Hvernig lítur hann út?
4) Blóm
Ímyndaðu þér næst að þú sjáir blóm í eyðimörkinni.
Hversu mörg blóm sérðu? Hvar eru þau með tilliti til þess sem áður hefur komið fram: teningurinn, stiginn og hesturinn? Hvar vaxa blómin?
5) Stormur
Það er stormur í aðsigi.
Sérðu hann? Er vindurinn sterkur? Er stormurinn langt í burtu, eða ertu í miðju hans? Hefur stormurinn einhver áhrif á teninginn, stigann, hestinn eða blómin?
Þá er prófinu lokið. Hvað þýðir þetta svo allt saman?
Teningurinn Teningurinn táknar sjálfstraust þittEf að hann er stór þá ertu líklega með mikið sjálfstraust. Ef að hann er lítill, þá ertu líklega feiminn og hógvær. Ef að teningurinn er grafinn í sandinn, táknar það að þú skipuleggur hlutina fram í tímann. Ef að hann hvílir á jörðinni táknar það að þú ert viðskiptalega þenkjandi.Teningurinn sem hreyfist táknar að þú hugsar út fyrir boxið og forðast endurtekningar.
Stiginn Stiginn táknar vini þína. Ef hann snertir teninginn táknar það að þú ert í góðu sambandi við vini þína og treystir á stuðning þeirra. Ef stiginn snertir ekki teninginn, táknar það að þú vilt vera sjálfstæður. Ef stiginn er fyrir neðan teninginn táknar það að vinir þínir líta á þig sem fyrirliða. Ef stiginn og teningurinn eru í sömu hæð, þá ert þú og vinir þínir jafningjar. Ef stiginn er fyrir ofan teninginn táknar það að þú lítur á vini þína sem fyrirliða.Ef stiginn er stuttur táknar það að þú vilt hafa vinahópinn lítill. Langur stigi aftur á móti táknar það að þú ert úthverfur og vilt eiga marga vini og kunningja.
Hesturinn Hesturinn stendur fyrir maka þinn. Ef hann er sterkur vinnuhestur táknar það að þú vilt að makinn sé vinnusamur og traustur. Ef þú sérð fyrir þér blíðari hest, þá viltu maka sem hugsar vel um útlitið og vill láta dekra við sig.Ef hesturinn er langt frá teningnum eða er á ferð frá honum, táknar það þú og núverandi maki þinn eigið í erfiðleikum. Eða ef þú átt ekki maka, að það er bið á að þú finnir hann.
Blómin Blómin tákna börnin þín. Fjöldi þeirra stendur fyrir fjöldann sem þig langar til að eiga. Ef blómin eru nálægt teningnum táknar það að þú þráir náin samskipti við börn þín eða átt þau nú þegar.Ef blómin eru langt frá teningnum táknar það að þú vilt ekki eiga náin samskipti við börnin þín.
Stormurinn Stormurinn táknar ótta þinn.Er hann langt í burtu? Það táknar að þú lifir lífinu án mikilla áhyggna. Ef hann er nálægt teningnum táknar það að þú ert tilbúinn fyrir átök.Ef stormurinn er beint fyrir ofan teninginn, þá áttu við áhyggjur að stríða í dag.