fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

Þór Viðar missti 55 kíló á einu ári

-Matarfíknin úr sögunni -Hjáveituaðgerð á maga er ekki töfralausn við offitu

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 26. september 2017 18:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta snýst ekki um að líta vel út heldur að lifa lengur,“ segir fyrrverandi Biggest Loser-keppandinn Þór Viðar Jónsson, en núna í september er liðið eitt ár frá því að hann fór í hjáveituaðgerð á maga í Póllandi. Þór, sem er 43 ára, er nú þegar búinn að missa 55 kíló. Þá eru blóðþrýstingsvandamál úr sögunni, hann sefur betur og kveðst sjaldan hafa liðið betur á líkama og sál. Hjáveituaðgerðin heppnaðist mjög vel og sú breyting sem Þór gerði á lífi sínu í kjölfarið hefur skilað honum þessum mikla árangri.

Mistök að fresta aðgerðinni

Aðgerðin er ætluð fólki sem hefur reynt allt og þeim sem eiga á hættu að þróa með sér alvarlega sjúkdóma sökum offitu.

Þegar Þór tók ákvörðun um að skrá sig í Biggest Loser árið 2013 var hann kominn á mjög slæman stað, bæði líkamlega og andlega. Mánuðina áður en hann hóf keppni hafði hann verið í undirbúningi á Reykjalundi fyrir sams konar aðgerð og hann síðar gekkst undir en ákvað að slá henni á frest fyrir raunveruleikaþáttinn. „Það að fresta aðgerðinni voru mikil mistök. Ég vildi óska að ég hefði farið í hana fyrir sjö árum.“

Ein mesta breytingin sem Þór fann fyrir eftir aðgerðina var að tilfinningar hans til matar gjörbreyttust til hins betra. „Matarfíknin er nokkurn veginn úr sögunni. Ég er nánast alveg hættur að finna þörf til að borða óhollan mat. Núna finn ég þegar ég verð saddur. Í dag þarf ég frekar að tryggja að ég innbyrði nógu margar kaloríur á dag.“
Hjáveituaðgerð á maga er þó engin töfralausn við offitu en Þór Viðar vill sérstaklega koma því á framfæri að það að fara í magaminnkun eigi aldrei að vera auðveld ákvörðun. Inngripið er mikið og ýmislegt getur komið upp á eftir aðgerðina. „Þetta er neyðarúrræði. Aðgerðin er ætluð fólki sem hefur reynt allt og þeim sem eiga á hættu að þróa með sér alvarlega sjúkdóma sökum offitu.“

Undirbúningur mikilvægur

Einu ári eftir hjáveituaðgerðina hefur Þór misst 55 kíló. Hann leggur mikla áherslu á að slík aðgerð sé neyðarúrræði.
Ári síðar Einu ári eftir hjáveituaðgerðina hefur Þór misst 55 kíló. Hann leggur mikla áherslu á að slík aðgerð sé neyðarúrræði.

Mynd: Brynja

Þór segir jafnframt að þeir sem fari í svona aðgerð þurfi að vera vel undirbúnir andlega þar sem það taki mikið á að stokka upp lífsstílinn eftir aðgerðina. „Maður verður að nota tækifærið sem býðst strax eftir aðgerðina til að umbylta mataræðinu og hugarfarinu. Ef maður gerir það ekki þá er maginn fljótur að stækka aftur og allt fer í sama farið og fyrir aðgerð. Þó svo að margir nái að halda sér í góðu formi eftir aðgerðina eru sömuleiðis margir sem ráða ekki við matarfíknina.“

Á þessu ári hefur drjúgur tími Þórs farið í sjálfskoðun og að koma mataræðinu í rétt lag. Það að mæta í ræktina hefur verið látið mæta afgangi. Nú þegar lífið er smám saman að falla í fastar skorður ætlar hann að gefa sér meiri tíma til að efla heilsuna. „Fólk á alls ekki að mæta í ræktina með það að markmiði að ætla að losna við einhver kíló heldur að efla heilsuna.“

Aðspurður hvort sjálfstraust hans hafi aukist síðustu mánuði, svarar Þór: „Ég er kominn á þann stað í lífinu að ég er orðinn sáttur við sjálfan mig. Auðvitað hefur það hjálpað að ég er 55 kílóum léttari en það að vera laus úr viðjum matarfíknarinnar er algjörlega stórkostlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni