fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
FókusKynning

Hvert týnist tíminn?

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. júlí 2017 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af því dýrmætasta sem við eigum er tíminn, eða höfum að láni, því líklega eigum við hann ekki, annars myndi maður passa upp á hann betur og ekki týna honum eins oft og maður gerir. Eða hvað?

Júlí er að klára og jólin eru bara nýbúin, ég er bara nýorðin fertug (er 46 ára) og ekki svo langt síðan ég átti barn (hann er að verða 24 ára). Af hverju líður tíminn svona hratt og hvert er hann eiginlega að flýta sér? grínlaust!

Þegar ég var barn var Mómó ein af uppáhaldsbókunum mínum (og er enn), yndisleg og frábær bók eftir Michael Ende, sem fjallar um tímaþjófana og barnið Mómó, sem frelsar tímann og færir hann mannfólkinu á ný. Þegar ég var barn var tíminn líka alveg heillengi að líða stundum, skóladagurinn ætlaði aldrei að klára, svo maður kæmist heim að leika, biðin eftir jólunum var endalaus, biðin eftir að fá bílprófið, komast inn á skemmtistaðina….Núna eru öll skírteini og aldurstakmörk löngu komin í hús og þá ákveður Herra Tími að setja í rallýgírinn og gefa allt í botn: Formúla Líf í fullri keppni og dagarnir einkennast af mánudegi og helgi, hinir fjórir týnast í reykmekkinum.

Ef einhver er með númerið hennar Mómó þá má sá hinn sami lauma því að mér, því mig vantar fleiri tíma í sólarhringinn. En svo er kannski bara spurning um að leyfa henni að njóta sín áfram í bókum, slappa af, njóta augnabliksins og ráðstafa tímanum í það sem mann langar að gera, frekar en það sem maður þarf að gera.

Kær kveðja Ragna
ragna@dv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ