fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
FókusKynning

Persónuleikapróf: Veldu þér lykil

Hvað segir valið um persónuleika þinn?

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 15. júlí 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veldu þér lykil á myndinni og lestu síðan hvað valið segir þér um persónuleika þinn. Niðurstaðan gæti komið þér á óvart.

1) Þú valdir venjulegasta og einfaldasta lykilinn sem er án allra skreytinga. En þrátt fyrir einfalt form er þessi lykill sá sem opnar flestar dyr. Val á honum þýðir að þú ert skynsamur, ákveðinn og með mikla greiningarhæfni. En stundum áttu það til að vera viðkvæmur.

2) Þú valdir áreiðanlegan lykil sem getur opnað dyr að hvaða töfrakastala sem er. Val á honum þýðir að þú ert heillandi, sterkur og nýjungagjarn. Þú færð auðveldlega allt sem þú vilt og styrkleikar þínir eru sjálfstæði og sá eiginleiki að vilja ekki vera bundinn af loforðum.

3) Þú valdir lykil með sjaldgæft form. Val á honum þýðir að þú hefur mikið sjálfstraust og þú trúir alltaf á þig sjálfan, af hverju ættir þú annars að hætta öllu og velja skrýtna lykilinn? Skurðurinn á honum er mjög sérstakur þannig að þú getur ekki verið viss um að hann opni ákveðinn lás. Þú ert afgerandi og alltaf uppfullur af skemmtilegum hugmyndum. Þú samþykkir áskoranir án þess að hugsa þig tvisvar um, ert alltaf með stjórn á eigin lífi og tilbúinn að takast á við hvaða ævintýri sem bíður þín.

4) Þú valdir lykil sem lítur út eins og fjögurra laufa smári. Tókstu eftir því? Val á honum þýðir að þú ert kátur, afslappaður og bjartsýnn einstaklingur sem horfir alltaf á björtu hliðarnar. Passaðu þig samt, því bjartsýnin gerir þig stundum hvatvísan og utan við þig, þannig að þú gætir lent í vandræðum og jafnvel án þess að taka eftir því.

5) Þú valdir lykil með mörgum flóknum skreytingum, svipaðan lykil og er oft í ævintýrum og fantasíum. Val á honum þýðir að þú ert skapandi draumóramaður með einstakan persónuleika og mjög öflugt ímyndunarafl. Þú tekur hlutum persónulega og einstakur persónuleiki þinn fellur ekki alltaf í kramið hjá öðrum, þannig að þér finnst þú misskilinn og útundan.

6) Þú valdir hefðbundna lykilinn. Val á honum þýðir að þú ert skynsamur og skilningsríkur.Þú býrð yfir miklum styrk, en átt einnig erfitt með að stíga út fyrir þægindahring þinn. Þú ert mjög traustur og býst við því sama frá öðrum í kringum þig.

Finnst þér valið lýsa þínum persónuleika?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“