fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
FókusKynning

Aldurinn og lærdómurinn

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. júlí 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jæja, þá er júní að renna sitt skeið og það er staðreynd að kona er orðin árinu eldri og nær fimmtugsaldri, en fertugsaldri. Alveg ótrúlegt hvað tíminn flýgur, en máltækið segir „tíminn flýgur þegar þú skemmtir þér“, þannig að vá! hvað ég hlýt að skemmta mér vel því ég var fertug bara um daginn og sonur minn er orðinn eldri en ég var þegar ég átti hann, sem er alls ekki svo langt síðan.

Í gamla daga þegar ég var barn og unglingur (nú hljóma ég eins og foreldrar mínir), var fólk hreinlega orðið eldgamalt komið yfir þrítugt, til dæmis voru kennararnir mínir miklu eldri en ég, en í dag þegar ég fletti þeim upp í vinalistanum á Facebook eru þeir kannski áratug eldri en ég, merkilegt!

En þetta er nú að mestu innihaldslaust tuð, ég er þakklát fyrir hvert og eitt ár sem tínist inn, hverja hrukku og reynslu sem þeim fylgir, það eru ekki allir sem verða jafngamlir og ég, það hefur lífið kennt mér. Lífið hefur líka kennt mér fleira, mestallt gott, smávegis slæmt, en lífið er oftast frábært, skemmtilegt og fullt af alls konar lærdómi sem ég reyni að tileinka mér þó að það takist misvel. Besti lærdómurinn er lagður fyrir í skóla lífsins og þar hef ég meðal annars lært þetta hér:

Það er engin skylda að nýta allar gjafirnar sem þú fékkst í vöggugjöf, þær voru gefnar án skilyrða. Það er hins vegar hrein heimska að nýta sér ekki þessar þrjár í ómældu magni: gáfur, góðmennsku og gjafmildi.
Lærðu alla ævi, líka það sem er ekki kennt í bókum.
Lærðu að setja þig í spor annarra, jafnvel þó að þú komist ekki í skóna þeirra.
Eignastu nýja vini, en haltu vinskap við þá gömlu líka. Hver og einn er einstakur og frábær viðbót í minningabankann. Svo verður svo gaman að þekkja einhverja þegar þú mætir á Grund.
Sannir vinir standa með þér í gleði og sorg, það er gott en ekki skylda að komast að því minnst einu sinni á ævinni.
Þú hættir ekki að hlæja þegar þú eldist, þú eldist þegar þú hættir að hlæja.
Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig, flestir hafa þetta í heiðri. Brosum og munum að lífið er of stutt fyrir falska vini, vondan mat, lélega tónlist, leiðinlegar bækur, flatan bjór, ljóta skó, lélegt kynlíf og að aka um á leiðinlegum bílum.
Það gengur allt mun betur ef jákvæðni er með í för og tónlist, helst sú sem þú getur sungið með (illa). Áhyggjur valda líka hrukkum, sem gera mann eldri.
Elskaðu þig skilyrðislaust, ef þú gerir það ekki geturðu ekki ætlast til að aðrir geri það.
*Við eigum öll rétt á hamingjunni.

Sumarkveðja Ragna
ragna@dv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“