Stóri bróðir hjálpaði þeim litla
Samvinna er stundum nauðsynleg til að ná sameiginlegum markmiðum eins og þessir tveir ungu bræður komust að raun um á dögunum.
Á meðfylgjandi myndbandi má sjá þegar eldri bróðirinn hjálpar þeim yngri að komast úr rimlarúmi á heimili þeirra bræðra. Stóri bróðir kemur með lítinn koll og kemur honum fyrir í rúminu áður en hann klifrar sjálfur upp í rúmið og sýnir litla bróður hvernig á að fara að.
Myndbandið var birt fyrst á Facebook-síðu Daily Bumps og hefur það vakið talsverða athygli, enda verkvit bræðranna, þá einna helst stóra bróður, aðdáunarvert. Myndbandið var tekið á litlar eftirlitsmyndavélar sem eru inni í herberginu.
Óhætt er að segja að flóttatilraunin hafi heppnast fullkomlega eins og myndbandið hér að neðan ber með sér.