fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

Er ADHD í raun svefnröskun?

Tilraunir með lyf sem er iðulega notað við drómasýki gefa góða raun

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 3. júní 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyf sem vanalega er notað til gegn drómasýki virðist slá á einkenni þeirra sem glíma við athyglisbrest og ofvirkni, ADHD. Niðurstöðurnar þykja renna stoðum undir þá kenningu að ADHD gæti verið afleiðing svefnröskunar. Þetta kemur fram í grein á New Scientist.

Einstaklingar sem greindir hafa verið með ADHD eiga iðulega erfitt með að einbeita sér og glíma við hvatvísi og ofvirkni. Margir eiga einnig erfitt að sofna á nóttunni og gæði svefnsins eru æði misjöfn.

Ein kenning er sú að dægursveifla hjartans, sem stjórnar svefn- og vökustigi einstaklinga, sé skökk hjá einstaklingum með ADHD sem gerir það að verkum að þessir einstaklingar séu syfjaðir eða einbeittir á röngum tímum.

Þessi hugmynd varð til þess að læknirinn Eric Konofal, sem starfar við Robert-Debré háskólann í París, fór að prófa lyf við drómasýki til að meðhöndla ADHD.

Lyfið heitir Mazindol og það líkir eftir efni sem heitir órexín í heilanum. Það stjórnar áðurnefndu svefn- og vökustigi sem og matarlyst. Það örvar einstaklinga svo þeir haldast vakandi en þetta efni skortir yfirleitt hjá þeim sem glíma við drómasýki.

Konofal stóð fyrir tilraun, ásamt samverkamönnum sínum, þar sem 85 einstaklingar, á aldrinum 18 til 65 ára, sem greindir voru með ADHD fengu annaðhvort lyfið mazindol eða lyfleysu. Eftir tvær vikur höfðu ADHD-einkennin minnkað um 50% hjá meira en helmingi þeirra sem prófuðu lyfið.

Þessar niðurstöður eru betri en þær sem fengust þegar hefðbundin lyf eins og Ritalin eða Adderall voru notuð, að sögn læknisins Daryl Efron hjá Murdoch Childrens Research Institute í Melbourne.

Hann segir að næstu skref séu rannsóknir með hinum hefðbundnu lyfjum og mazindol til þess að skera úr um hvort að drómasýkislyfið sé virkilega betra. „En það er margt sem bendir til þess að þetta geti verið vænlegur meðferðar valmöguleiki fyrir einstaklinga sem glíma við ADHD. Mazindol virkar á aðrar heilastöðvar en hefðbundin lyf og gæti því hentað þeim sem að hefðbundin lyf geta ekki hjálpað,“ segir Efron.

Þá bentu niðurstöður rannsóknarinnar til þess að mazindol hefði færri aukaverkanir, eins og hægðartregðu eða ógleði, en hefðbundin lyf. Ástæðan gæti verið sú að lyfið dregur úr svengdartilfinningu einstaklinga og hefur því verið notað sem megrunarlyf um árabil.

En þrátt fyrir að draga úr einkennum ADHD þá bætti mazindol ekki svefn þátttakenda né dró úr þreytu þeirra yfir daginn. Frekari rannsóknir eru yfirvofandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni