fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
FókusKynning

Svona minnkarðu líkurnar stórlega á að fá sykursýki og of háan blóðþrýsting

Klukkutími á viku nóg til að draga verulega úr líkum

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. júní 2017 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll viljum við lifa heilbrigðu og heilsuhraustu lífi þar til við verðum gömul, en því miður geta ýmsir sjúkdómar, misalvarlegir, gert okkur lífið leitt á þeirri vegferð sem lífið er.

Nýleg rannsókn hollenskra vísindamanna leiðir í ljós að hægt er að minnka líkurnar stórlega á að fá sjúkdóma sem í daglegu tali kallast lífsstílssjúkdómar. Þetta eru til dæmis sykursýki 2, offita og of hár blóþrýstingur. Samkvæmt rannsókninni má minnka líkurnar á að fá þessa sjúkdóma á lífsleiðinni um 29 prósent, tæplega þriðjung, með því að stunda lyftingaþjálfun (e. Resistance exercise) í eina klukkustund á viku.

Samkvæmt sömu niðurstöðum er ein klukkustund nóg og var ávinningurinn af meiri lyftingaæfingum enginn hjá þeim sem stunduðu meiri eða erfiðari æfingar.

Niðurstöður rannsóknarinnar þykja býsna jákvæðar enda benda þær til þess að hægt sé að draga úr tilfellum svokallaðrar efnaskiptavillu (e. metabolic syndrome) sem hrjáir um fjórðung fullorðinna einstaklinga í Bretlandi og Bandaríkjunum. Á vefnum Mataræði.is er efnaskiptavilla sögð vera hugtak sem notað er til að lýsa ákveðna líkamsástandi sem fylgir aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum auk sykursýki af tegund 2.

„Þetta er fyrsta rannsóknin sem sýnir fram á jákvæð áhrif lyftinga á þá sem þjást af efnaskiptavillu,“ segir Esmée Bakker, vísindamaður við Radboud University í Hollandi, en rannsóknin náði til rúmlega sjö þúsund einstaklinga. Hann segir að niðurstöðurnar bendi til þess að klukkutími af lyftingum skili bestum árangri, til dæmis tvær 30 mínútna æfingar í viku.

Á vef Medical News Today má lesa nánar um niðurstöður rannsóknarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“