fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
FókusKynning

Sumartíminn og lífið er auðvelt

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 11. júní 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið er tíminn segir í lagi eins af ástsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, Bubba Morthens, sem er einmitt nýbúinn að fagna afmæli sínu í byrjun sumars. Og það er svo sannarlega rétt hjá honum, sumarið er tíminn.

Tíminn þegar fréttaveitan manns á Facebook fyllist af myndum af brosandi fallegum börnum sem eru að klára skólaveturinn og hlakka til að komast á leikjanámskeið eða í önnur verkefni sumarsins og iðulega fylgja myndunum orð foreldra sem eru að springa af monti yfir afkvæminu.

Tíminn þegar maður dustar rykið af garðhúsgögnunum og grillinu, ekki sófaborðinu og stofuhillunum.

Tíminn þegar grilllykt og lykt af nýslegnu grasi fyllir vitin alla daga.

Tíminn þegar maður vaknar eldsnemma og fer seint að sofa, enda ekki svefnfriður þegar er orðið bjart inni hjá manni um miðja nótt (muna að kaupa gluggatjöld).

Tíminn þegar þvottavélin er full á mánudegi af útilegufatnaði helgarinnar, grasgrænum fótboltagöllum og sundfatnaði.

Tíminn þegar dagatalið hjá manni fyllist af boðum í útskriftarveislur, afmæli og garðpartí, tónleikum, bæjarhátíðum og fleiri skemmtilegum viðburðum. (Því miður bara einni utanlandsferð enn sem komið er).

Tíminn þegar engum finnst athugavert að kona fái sér jarðarber og hvítvín sem hádegismat, svona allavega um helgar.

Tíminn þegar hjörtun vakna upp af doða vetrarins og fiðrildin fara á flug.

Tíminn þegar lundin verður betri, dagurinn verður bjartari og betri.

Í haust þegar sumri lýkur samkvæmt dagatalinu er gott að muna að halda sumrinu í hjarta og huga, þá er allt miklu bjartara, einfaldara og skemmtilegra.

Sumarkveðja, Ragna
ragna@dv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“