fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
FókusKynning

Hverju á að klæðast á tónlistarhátíðum?

Rætt við Þórunni Antoníu, kynningarstjóra Secret Solstice

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 10. júní 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíska og tónlist haldast oft í hendur. Hvort tveggja er skýr vísbending um menningu, samfélag og tíðaranda. Nú styttist í eina stærstu tónleikahátíð á Íslandi því Secret Solstice mun fara fram í Laugardalnum um næstu helgi. Dagskráin er ekki af verri endanum en fjölbreyttur hópur innlendra og erlendra tónlistarmanna mun spila á hátíðinni. Stór nöfn eins og Prodigy, Foo Fighters, Chaka Khan og fleiri eru væntanleg til landsins í tilefni sólstöðuhátíðarinnar.

Tískutímarit fjalla gjarnan um þessar hátíðir enda oft og tíðum suðupottur tískunnar og margir áhugaverðir karakterar á kreiki. Þróun síðustu ára er slík að fleiri tónlistar- og útihátíðir eru haldnar fyrir ólíkar tónlistarstefnur og mismunandi hópa fólks. Vegna þessarar samheldni tísku og tónlistar er mikil tilhlökkun og undirbúningur hjá tískuunnendum í aðdraganda slíkra hátíða.

Hér skapast gott tækifæri að leyfa sér að vera frumlegur í fatavali, sýna sig og sjá aðra. Þekktustu hátíðirnar í þessu samhengi eru óneitanlega Coachella í Kaliforníu og gamla góða Woodstock-hátíðin. Þekkt vöruhús ganga jafnvel svo langt að framleiða sérstakar fatalínur í aðdraganda stærstu hátíðanna. En hvort sem fólk ætlar á hátíð sem rokkari eða bóhem, hippi eða „normcore“, klæða sig í teknó-litum og netabol þá er fjölbreytileikinn skemmtilegur. Hér á Íslandi eru óneitanlega gamla góða lopapeysan og stígvélin vinsælust á útihátíðum.

Hönnunarhorninu fannst áhugavert að forvitnast um þessa hluti og heyra í Þórunni Antoníu, kynningarstjóra Secret Solstice, til að heyra hvað hún hefur að segja um þessi mál.

Er einhver stíll í klæðnaði sem er einkennandi á Secret Solstice?

„Það sem einkennir stílinn á Secret Solstice að mínu mati er gleði og frelsi, fólk mætir í alls konar klæðnaði. Sumir kappdúðaðir því eins og reynslan hefur kennt okkur á þessu landi er aldrei alveg hægt að treysta á veðurspána, en aðrir mæta léttklæddir og í sumarskapi. En það er svo mikil gleði að fólk á það til að klæða sig í fatnað sem það notar kannski ekki dagsdaglega á tónlistarhátíðum. Meiri blóm, meira glimmer, þægilegri djammskór, því það er ekkert verra en að vera í pinnahælum í grasi.“

En ef við horfum á helstu tónlistarhátíðir á Íslandi, hvað er það sem einkennir stíl fólks sem sækir Iceland Airwaves, Sónar og svo Secret Solstice á annað borð?

„Ég held að það sem einkenni íslenska tísku yfirhöfuð sé frelsi, fólk klæðir sig almennt hér eins og því sýnist, það er skemmtilegt. Ég á flíkur sem Gísli á Uppsölum gæti hafa átt og einnig Dolly Parton, allt í sama fataskáp – það má. Ég verð stundum örlítið ringluð þegar ég þarf að klæða mig á morgnana en það gerir lífið bara skemmtilegra.“

Myndir þú mæla með að gestir klæddust einhverju ákveðnu?

„Ég mæli með því að allir komi með sólgleraugu því það verður glampandi sól alla helgina, ég hvet sem flesta til að mæta í magabolum og frelsa bumbuna og svo að vera í góðum skóm með góðan jakka. Svo verða sölubásar með alls konar skemmtilegt á svæðinu svo fólk þarf ekki að örvænta ef það kemur og er ekki nógu fínt eða nógu hlýtt, við björgum því.“

Verða götutískumyndir teknar af gestum?

„Já, og ég veit um fjölmarga sem geta ekki beðið eftir að dressa sig upp fyrir hátíðina og eru jafnvel búnir að plana fyrir fram alla dagana! Ég þarf aðeins að fara að gefa í varðandi þessi mál.“

Ert þú búin að ákveða í hverju þú ætlar að vera?

„Ég er haldin mikilli fortíðarást þegar kemur að tísku, ég elska kögurjakka og svona smá „seventís hippafíling“, en inni í mér blundar líka „næntís bitch“ sem elskar plastbuxur, þannig að þið fáið eitthvað mjög „spontant fusion“ frá konu sem hefur lítinn tíma í að fyrirfram ákveða fötin sín, þannig að ef einhver er til í að koma og klæða mig á morgnana myndi það spara nokkrar gusur af fataskvettum úr fataskápnum og ég hlaupandi í hringi með símann við eyrað milli spegla. Annars hendi ég mér í eitthvað „spontant“ og vona það besta og, alveg grínlaust, ef manni líður vel og er hamingjusamur þá er maður sætur í öllu,“ segir Þórunn Antonía.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“