fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
FókusKynning

Það sem flestir milljónamæringar eiga sameiginlegt

Mikill munur á daglegum venjum þeirra sem njóta mikillar velgengni og annarra

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 8. maí 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í rannsókn minni komst ég að því að þær venjur sem maður temur sér frá degi til dags geta sagt til um hversu mikillar velgengni maður nýtur í lífinu,“ segir Thomas C. Corley í bókinni Change Your Habits, Change Your Life sem kom út í fyrra.

Bókin er athyglisverð fyrir margra hluta sakir en áður en Thomas skrifaði hana framkvæmdi hann rannsókn á venjum einstaklinga, sem í daglegu tali geta kallast milljónamæringar, og bar þær saman við venjur einstaklinga sem lifa í fátækt.

Í ljós kom að munurinn á venjum þessara tveggja hópa var mikill en í fyrri hópnum voru einstaklingar sem höfðu hagnast mikið eftir að hafa byrjað með tvær hendur tómar ef svo má segja. Hér gefur að líta yfirlit yfir þá þætti sem flestir þeirra 177 milljónamæringa sem Thomas rannsakaði eiga sameiginlegt.


Þeir lesa mikið

Hinir ríku vilja frekar lesa sér til fróðleiks en skemmtunar. „Um 88 prósent þeirra sem ég rannsakaði helga þrjátíu mínútum eða meira á hverjum degi í lestur sér til fróðleiks. Flestir lásu ekki sér til skemmtunar heldur til að viðhalda og afla sér þekkingar.“ En hvernig bækur lesa þeir? Thomas komst að því að flestir lesi ævisögur þeirra sem notið hafa velgengni í lífinu, sjálfshjálparbækur eða bækur með sagnfræðilegu ívafi.


Mynd: Maridav

Þeir stunda líkamsrækt

„Um 76 prósent þeirra sem ég rannsakaði stunda líkamsrækt í 30 mínútur á dag eða meira á degi hverjum,“ segir Thomas. Þessi líkamsrækt getur til dæmis verið í formi hlaupa, göngu eða hjólreiða. „Þolþjálfun er ekki bara góð fyrir líkamann heldur líka fyrir heilann,“ bendir Thomas á.


Mynd: Reuters.

Þeir sækja í annað fólk sem nýtur velgengni

„Það er stundum sagt að þú njótir jafn mikillar velgengni og fólkið sem þú vingast við,“ segir Corley. „Hinir ríku reyna sífellt að sækja í félagsskap einstaklinga sem eru jákvæðir, bjartsýnir og hafa skýra sýn á markmið sín. Hann segir að hinir ríku leggi sig fram um að viðhalda tengslum við þetta fólk, hringi reglulega, óski viðkomandi til hamingju á tímamótum og bjóði fram aðstoð sína. Að sama skapi og það er mikilvægt að sækja í fólk sem nýtur velgengni, segir Corley að jafn mikilvægt sé að forðast þá neikvæðu.


Mynd: 123rf.com

Þeir vakna snemma

Nærri helmingur þeirra sem Corley rannsakaði höfðu vanið sig á að vakna minnst þremur klukkustundum áður en vinnudagurinn byrjaði. Þeir sem byrjuðu klukkan níu á morgnana voru því vaknaðir í síðasta lagi klukkan sex. Corley segir að þetta sé góður vani að því leytinu til að þá sé viðkomandi betur undir það búinn að nýta daginn til fullnustu. Fólki finnist það hafa betri stjórn á hlutunum og það kunni alltaf góðri lukku að stýra.


Þeir elta eigin markmið

Hinir efnameiri eru helteknir af því að elta markmið sín. „Ef þú eltir eigin drauma og markmið þá skaparðu þér þína eigin hamingju til lengri tíma,“ segir hann og bætir við að of margir séu uppteknir af því að elta drauma einhverra annarra, til dæmis foreldra sinna. Þeir sem hafa skapað sér sína eigin gæfu gera þetta ekki að eins miklu leyti og aðrir heldur setja eigin markmið á blað og einbeita sér að því að ná þeim.


Mynd: 123RF.com

Þeir hafa fleiri en eina tekjulind

„Þeir sem hafa orðið milljónamæringar upp á eigin spýtur treysta fæstir á eina tekjulind. Hér virðist þrír vera töfratalan. Um 65 prósent þeirra sem ég ræddi við höfðu að lágmarki þrjár tekjulindir áður en þeir eignuðust sína fyrstu milljón (dollara),“ segir Corley og nefnir að sem dæmi hafi einstaklingar leigutekjur af fasteignum sem þeir hafa fjárfest í, tekjur af fjárfestingum á hlutabréfum og af rekstri fyrirtækja sinna.


Þeir ræða reglulega við reyndari einstaklinga

Corley segir að þeir efnameiri leggi áherslu á að vera í góðum samskiptum við lærifeður sína eða leiðbeinendur. „Góðir lærifeður geta skipt sköpum. Þeir geta ráðlagt þér hvað þú átt að gera og hvað þú átt ekki að gera í vissum kringumstæðum. Þeir geta deilt með þér eigin reynslu sem þeir hafa aflað sér á sínum ferli.“


Þeir fylgja ekki hjörðinni

„Það er í mannlegu eðli að vilja falla í hópinn, verða hluti af hjörðinni. Við gerum nánast hvað sem er til að forðast að falla ekki úr hópnum,“ segir Corley en bendir jafnframt á að hræðslan við að þora að gera eitthvað öðruvísi geri að verkum að flestir þurfi að strita til að ná endum saman. Corley segir að þeir sem njóti mikillar velgengni búi til eigin hjörð og dragi svo aðra með sér í hjörðina.


Mynd: EPA

Þeir hugsa mikið

„Að hugsa er lykillinn að velgengni þeirra sem rætt var við,“ segir Corley. Hann segir að hinir efnameiri hafi tilhneigingu til að eyða minnst 15 mínútum á degi hverjum í að hugsa. Þeir loka sig af og velta til dæmis vöngum yfir komandi verkefnum. „Nær allir eyddu tíma á hverjum einasta degi í að brjóta heilann um ýmsa hluti,“ segir Corley og bætir við að hugsanirnar geti verið um allt milli himins og jarðar; vinnuna, fjármálin, fjölskylduna, heilsuna, vandamálin og það sem vel gengur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“