fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
FókusKynning

Gætu þessi huggulegu heimili leyst húsnæðisvandann?

Áhugaverð hugmynd sem miðar að því að mæta eftirspurn þar sem hún er mikil

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. maí 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skortur á húsnæði er vandamál víðar en á Íslandi því í mörgum borgum Evrópu er vöntun á húsnæði. Bresk yfirvöld sögðu í haust að byggja þyrfti allt að eina milljón íbúða á næstu fjórum árum til að svara vaxandi eftirspurn og vöntunin er svipuð í mörgum öðrum ríkjum.

Húsin eru lítil en plássið nýtist vel.
Huggulegt Húsin eru lítil en plássið nýtist vel.

NestinBox er hugmynd sem kemur frá sænsku fyrirtæki sem heitir Moderna Tr hus, en fyrirtækið hefur varpað fram áhugaverðri hugmynd í átt að lausn á húsnæðisvandanum, en í stuttu máli felur hugmyndin í sér að byggja minna og nýta byggingasvæði betur.

Eins og sést á meðfylgjandi myndum fela hugmyndir fyrirtækisins meðal annars í sér að byggja heimili utan í hlíðum og klettaveggjum sem standa ónotaðir víðast hvar. Með þessu móti væri hægt að þétta byggðir jafnvel enn frekar og þá myndu byggingar af þessu tagi stuðla að lægra íbúðaverði á svæðum þar sem eftirspurn eftir húsnæði er mikil.

Teikningar gera ráð fyrir að húsin sem sjást á myndunum séu um 50 fermetrar að stærð, með 1 til 2 svefnherbergjum, eldhúsi, stofu og baðherbergi. Húsin yrðu á tveimur til þremur hæðum, allt eftir óskum og þörfum kaupenda.

„Í mörgum borgum er vöntun á byggingalandi sem aftur leiðir til hærra verðs fyrir byggingasvæði. Og á sama tíma er vöntun á húsnæði. Mannfjöldinn eykst ár frá ári og eins og staðan er í dag er ekki endilega pláss fyrir okkur öll,“ segir arkitektinn og hugmyndasmiðurinn Michel Silverstorm sem starfar hjá Moderna Tr hus.

„En það er ekkert sem segir að við þurfum að byggja hús sem standa á flatlendi, við getum lært frá dýrunum. Mörg dýr, fuglar til dæmis, byggja sér hreiður í trjám, á þökum eða í klettum,“ bætir hann við og segir enn fremur: „Við mannfólkið gætum gert það sama.“

Ljóst er að þó hugmyndir Moderna gangi ekki allsstaðar eru þær allrar athygli verðar og gætu eflaust nýst víða. Michel bendir til dæmis á norðurhluta Skandinavíu, Noreg og Svíþjóð, sem dæmi um staði þar sem hægt væri að koma hugmyndinni í verk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi