fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
FókusKynning

Sársaukinn gleymist en minningin um afrekið fylgir manni ævilangt

Spjallað við Gunnlaug Auðun Júlíusson ofurlanghlaupara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. maí 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnlaugur Auðunn Júlíusson er einn þekktasti langhlaupari landsins og hefur getið sér frægð fyrir þátttöku sína í svokölluðum ofurhlaupum þar sem hundruð kílómetra eru lögð að baki. Athyglisvert við feril Gunnlaugs, sem í dag er 65 ára, er að hann byrjaði ekki að hlaupa fyrr en vel upp úr fertugu og hljóp sitt fyrsta maraþon þegar hann var 48 ára.

„Á þessum tíma þótti mörgum fásinna að svona gamall maður ætlaði að hlaupa maraþon,“ segir Gunnlaugur.

En er það ekki bölvuð vitleysa?
„Jú, jú. Sú kenning er til að þegar menn eru yngri þá séu þeir sneggri og sprettharðari og leiti þá frekar í styttri hlaup. Þegar menn eldast þá eykst seiglan í þeim og úthaldið. Það hægir jafnframt á þeim og þeir leita í lengri hlaupin.“ Gunnlaugur bætir við að andlegt þrek aukist oft með árunum en jafnframt aukist líkamleg seigla með áratugalangri þjálfun líkamans.

Þú ert lifandi dæmi um að fólk geti byrjað að hlaupa á miðjum aldri og orðið langhlauparar. En hlýtur ekki samt að vera eitthvað óvenjulegt við þig? Fyrir flesta getur það varla verið raunhæft að stefna að því að keppa í 200 eða 400 kílómetra hlaupi?

Mynd: Gunnlaugur Júlíusson

Gunnlaugur hlær við: „Sko, mér finnst ég vera voðalega venjulegur. Þetta er eitthvað sem þróaðist stig af stigi hjá mér og ég held að mín mesta gæfa sem hlaupari hafi verið sú hvað ég byrjaði rólega. Í nokkur ár hélt ég mig við tíu kílómetra og þar undir. Þannig byggði ég skrokkinn upp hægt og rólega. Svo eftir nokkur ár hlunkaðist ég í hálfmaraþon. Tveimur árum síðar var það maraþon. Eftir það vaknaði löngunin í að hlaupa Laugaveginn. Eftir að því markmiði var náð fékk ég veður af því að það væru í boði enn lengri hlaup. Svona þróaðist þetta nú bara, eitthvað sem í upphafi hefði verið algjörlega óraunhæft var síðar orðið að raunhæfu markmiði.“

Ég hef séð haft eftir þér að mataræði skipti miklu máli fyrir árangur þinn.
„Já, ég byrjaði að taka til í mataræðinu fyrir um tíu árum. Ég held mig við kjöt og fisk, grænmeti og ávexti. Þegar ég er að æfa mikið sneiði ég alveg hjá hveiti, sælgæti og öllu ruslfæði. Kolvetni eru svo auðleysanleg, þetta er eins og munurinn á bensíni og dísil. Bensínið fuðrar upp en dísil er svo miklu lengur að brenna. Þegar maður hleypur þessu löngu hlaup er einfaldlega best að vera saddur. Þá er líkaminn fullur af orku. En ef maður er svangur þá er þetta bara eins og það leki úr dekkjunum undir bíl og keyrt sé á felgunum. Þegar ég hljóp Thames Ring á Bretlandi, 400 kílómetra hlaup sem tók á fjórða sólarhring, þá man ég að það voru pítsur í boði á drykkjarstöðvunum og það var bara eins og að gapa upp í vindinn, engin næring. Það sem gildir er kjöt, fita og prótein og stundum dökkur bjór en kolvetnin í honum eru góð fyrir langhlaupara.“

Gunnlaugur bendir á að hollt og rétt mataræði auki ekki aðeins árangur meðan á hlaupi stendur heldur hafi mikil áhrif á hve lengi líkaminn er að jafna sig eftir hlaup. Fyrir hann er fituríkt, próteinríkt og kolvetnasnautt mataræði lykillinn.

Mynd: Gunnlaugur Júlíusson

Aðspurður játar hann að hluti af því að þrauka ofurhlaup sé að þola sársauka:
„Maður hugsar með sér að hann sé tímabundinn en upplifunin af hlaupinu og afrekinu er eilíf. Þó að einhverjar blöðrur myndist á fótunum þá eru þær grónar fyrr en varir en upplifunin af afrekinu fylgir manni það sem eftir er. Þetta verður aldrei frá manni tekið: að fara út í óvissuna og sigrast á þrautinni,“ segir Gunnlaugur og samsinnir því að þetta hljóti að vera sambærilegt við tilfinningu fjallgöngugarpsins sem klífur hinn hæsta tind.

Hér eru að lokum hollráð Gunnlaugs til þeirra sem vilja byrja að stunda reglubundna hreyfingu:
1. Það geta allir miklu meira en þeir halda.
2. Maðurinn er gerður til að hreyfa sig.
3. Forsenda fyrir árangri er að setja sér markmið og byggja upp aga til að ná settum markmiðum.
4. Það er engin þörf á að hlaupa til að byggja upp þrek og úthald. Það er nægilegt að finna góða brekku og ganga rösklega upp hana. Það tekur líka í!
5. Heilnæmt mataræði er forsenda svo margs, til dæmis almenns heilbrigðis og vellíðunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“