fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
FókusKynning

MÆÐUR Í BÍÓ

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 13. maí 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mæðradagurinn er á sunnudag, 14. maí, og það er því tilvalið fyrir mæður, mæðgur, vinkonur og frænkur að gera sér glaðan dag og eiga saman góða stund, fara út að borða og jafnvel í bíó eða horfa á eina góða mynd um mæður heima við.

SNATCHED (2017):
Nýjasta mynd Amy Schumer er frumsýnd föstudaginn 12. maí hér heima. Í henni leikur hún Emily, hressa og bráðláta konu á fertugsaldri. Þegar kærastinn sparkar henni ákveður hún að fá varkára móður sína, sem Goldie Hawn leikur, með sér í frí til Ekvador. Þar er mæðgunum rænt og spennandi ævintýri breytist snarlega í algjört klúður og það reynir á styrk og samstöðu þeirra mæðgna til þess að koma sér úr klandrinu og flýja úr frumskóginum. Schumer er ein sú fyndnasta í kvikmyndabransanum í dag og Hawn, sem er orðin 71 árs og á að baki margar frábærar gamanmyndir, snýr aftur á hvíta tjaldið eftir 15 ára hlé. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna 1980 fyrir hlutverk hennar í Private Benjamín og meðal annarra mynda hennar má nefna Death Becomes Her 1992 og The First Wives Club 1996.

BABY BOOM (1987): Athafnakona „erfir“ barn
Diane Keaton leikur þrælupptekna athafnakonu sem „erfir“ barn frá fjarskyldum ættingja. Líf hennar snýst gjörsamlega á hvolf meðan hún reynir að ala barnið upp ein ásamt því að sinna yfirmannsstarfinu. Er hamingjan fengin í kapphlaupi viðskiptalífsins í stórborginni? IMDB: 6,1.

ERIN BROCKOVICH (2000): Ein kona gegn stórfyrirtæki
Julia Roberts leikur Erin Brockovich, einstæða atvinnulausa móður, sem tapar máli á hendur lækni í bílslysi sem hún lenti í. Hún þvingar lögmanninn sinn til að ráða sig í vinnu í sárabætur. Hún fer á eigin spýtur að rannsaka fasteignamál sem tengist risastóru orkufyrirtæki. Fyrirtækið losar úrgang með ólögmætum hætti og hefur það áhrif á íbúa nærliggjandi bæjar. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum. IMDB: 7,3.

STEPMOM (1998): Börnin eignast stjúpmóður
Vasaklútamynd um móður tveggja barna, sem leikin er af Susan Sarandon, sem þarf að sætta sig við að stjúpmóðir er komin inn í líf barnanna, leikin af Julie Roberts. Stjúpmóðirin strögglar svo við sitt nýja hlutverk og samskiptin vð móður barnanna. Vasaklúturinn fer svo á loft þegar móðirin greinist með krabbamein. IMDB: 6,7.

STEEL MAGNOLIAS (1989): Mæðradans, hlátur og grátur
Stjörnufans í mynd um dætur og mæður á öllum aldri. Dolly Parton, Julia Roberts, Shirley MacLaine, Sally Field og Daryl Hannah eiga allar sinn samastað á snyrtistofu í smábæ í Louisiana. Þar deila þær gleði og sorgum. Rauði þráðurinn í myndinni eru samskipti mæðgnanna Roberts og Field og veikindi dótturinnar, sem er með sykursýki. Þessi er skylduáhorf. IMDB: 7,2.

MOTHERS DAY (2016): Fjölskyldufléttur á mæðradegi
Myndin fjallar um fjórar mæður og fjölskyldur þeirra, fjórar aðskildar sögur sem fléttast svo saman í eina heild á sjálfum mæðradeginum. Jennifer Aniston, Julia Roberts og Kate Hudson eru í aðalhlutverkum. IMDB: 5,6.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“