Færðu samviskubit yfir því að drekka kaffi? – kannski þarftu þess ekki.
Kaffi er vafalaust einn vinsælasti drykkur veraldar. Margir vilja meina að það sé allra meina bót, á meðan aðrir hafa óbeit á því og telja það óhollt. Hvorn flokkinn sem þú fellur í, birtum við hér átta góðar og gildar ástæður fyrir því að þú ættir að drekka kaffi.
Ef þú er morgunfúll eða ferð illa sofinn á fætur eru góðar líkur á því að kaffisopi geti fengið þig til að líða betur. Æ fleiri rannsóknir renna stoðum undir það að kaffi auki dópamínframleiðslu í heilanum. Samkvæmt einni rannsókn eru konur sem drekka yfir 4 bolla á dag í 20% minni hættu á að verða þunglyndar.
Þeir sem neyta talsverðs magns af kaffi daglega eru í minni hættu á að þróa með sér tegund tvö af sykursýki en þeir sem koma ekki nálægt drykknum. Samkvæmt rannsókn frá Harvard Medical School er þetta vegna þess að kaffi inniheldur efni sem lækka blóðsykurinn.
Tveir eða fleiri bollar á dag geta minnkað líkurnar á hjartaáfalli. Samkvæmt sumum heimildum er fólk sem drekkur fjóra eða fleiri bolla á dag í 11% minni hættu á að fá hjartaáfall.
Rannsóknir hafa sýnt fram á það að koffínið í kaffi hjálpi fólki sem þjáist af sjúkdómnum að stýra hreyfingum sínum. Þá hefur líka verið sýnt fram á að há koffíninntaka minnki líkurnar á sjúkdómnum yfirleitt.
Ef þú ert ákafur kaffiunnandi, nýtur þess að bragða reglulega á víni, leggur þér oft fisk til munns eða borðar brauð öllum stundum gætirðu verið að fyrirbyggja gallsteinamyndun á þess að vita af því!
Já, þú heyrðir rétt – kaffið og lifrin eru mestu mátar. Rannsókn á 125.000 manns leiddi í ljós að þeir sem drykkju að minnsta kosti einn kaffibolla á dag yfir 22 ára tímabil væru í 20% minni hættu á að þróa með sér skorpulifur. Óhófleg áfengisneysla veldur sjúkdómnum en ef kaffi er drukkið með gæti það unnið á móti.
Rannsókn sem gerð var á vegum Harvard School of Public Health leiðir líkur að því að þeir sem drekka 2-4 bolla á dag séu í 50% minni hættu á að stytta sér aldur – og gildir það um bæði kynin. Þetta á að stafa af meintri hjálp drykkjarins gegn þunglyndi.
Í skýrslu frá New York Times segir að vísindamenn hafi löngum vitað að kaffibolli geti komið þér í gang fyrir ræktina. Sérstaklega ef æfingarnar reyna á úthald, eins og spinning og skokk. Í skýrslunni segir að „koffínið í drykknum auki fjölda fitusýra í blóðrásinni sem leiði til þess að vöðvar íþróttamannsins hafa meira til að brenna og halda því út lengur.“