fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
FókusKynning

Það er til leynistaður á Tinder fyrir þá ríku, frægu og fallegu

Tinder Select er fyrir þá útvöldu

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 11. mars 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú vonast til að finna ástina í örmum Hollywood-stjörnu, eða einhvers forríks einstaklings, á Tinder gætirðu orðið fyrir vonbrigðum.

Í þessu vinsæla stefnumótaappi er nefnilega sérstakt rými fyrir þá ríku, frægu og fallegu, ef svo má að orði komast. TechCrunch greindi frá þessu á dögunum og sagði frá því að aðeins útvaldir fái aðgang að svæðinu sem kallað er Tinder Select.

Allir meðlimir Tinder Select eiga það sameiginlegt að hafa skráð sig inn á Tinder-appið, eins og allir notendur gera, en þeim sem gengur sérstaklega vel, eða njóta sérstaktra vinsælda, fá boð um að komast í þennan lokaða félagsskap. Þegar þangað er komið hafa þessir notendur tækifæri til að tilnefna aðra notendur, til dæmis vini eða vinkonur, sem þannig fá möguleika á að komast í félagsskapinn að ýmsum skilyrðum uppfylltum.

Ekki liggur fyrir hvernig Tinder velur þá sem fá aðgang að þessu svæði, en vangaveltur hafa verið uppi að það, hvernig staðið er að valinu, tengist svoköllum Elo-stigum sem notendur safna. Áður hefur Sead Rad, stjórnarformaður Tinder, sagt að Elo-stigin væru reiknuð út með flóknum reikningsaðferðum.

Notendur á Reddit hafa tjáð sig um þetta og sagði til að mynda einn notandi að hann hefði fengið tilboð um að slást í hópinn fyrir fimm mánuðum. Það þykir gefa til kynna að þetta sérstaka rými hafi verið til staðar í þó nokkurn tíma, án þess að forsvarsmenn Tinder hafi tjáð sig um það eða opinberað að það væri yfir höfuð til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni