fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
FókusKynning

Ljúfmeti í fermingarveisluna

Kynning

Culina veisluþjónusta framreiðir dýrindis mat fyrir alla

Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 7. febrúar 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóra Svavarsdóttir, eigandi veisluþjónustunnar og matreiðslumeistari Culina, má segja að sé með grænar rætur þegar kemur að eldamennskunni. En hún var bæði eigandi og eldaði ljúffenga rétti á veitingastaðnum Á næstu grösum, sem var afar vinsæll bæði á meðal grænkera og annarra matgæðinga. Culina verður fimm ára núna í maí og er ekki stórt fyrirtæki, en þeim mun öflugra og með stærra hjarta.

Laxasnittur.
Laxasnittur.

Eldar fyrir alla

Dóra segist hafa unun að því að elda fyrir alla og að það sé alltaf jafn gaman að þjónusta grænmetisætur og þá sem eru vegan. „Ég er náttúrlega með grænar rætur. Fólk er líka almennt orðið óhræddara við að bjóða upp á sinn mat og það sem því sjálfu þykir gott í svona hlaðborðum. Svo er maturinn einfaldlega góður og því ætti ekki að skipta máli fyrir kjötætur að um sé að ræða grænmetismat eða vegan,“ segir Dóra. Þó svo að Dóra sé snillingur í grænmetisréttum þá kann hún svo sannarlega með kjöt og fisk að fara. Það verður allt hráefni að gulli í höndum hennar og allir ganga sælir og saddir út úr veislum sem Culina sér um. Culina sérhæfir sig einnig í þemaveislum þar sem maturinn endurspeglar þema veislunnar.

Girnilegar og ljúffengar snittur fyrir grænkera.
Girnilegar og ljúffengar snittur fyrir grænkera.

Stefnan alltaf sú sama – engar tvær veislur eins

Stefnan hefur ekkert breyst á þeim fimm árum sem Culina hefur verið starfrækt og fyrirtækið stendur alltaf fyrir það sama. „Við viljum sérsníða allar veislur og gera þær í samvinnu við viðskiptavini. Það hefur margt breyst á undanförnum árum með fermingarnar, að krakkarnir sjálfir eru farnir að hafa mikið meira að segja um veislurnar en áður og vilja setja mark sitt á hana. Þetta er náttúrlega þeirra veisla. Þá verður líka svo skemmtilegt fyrir mig að hitta fermingarbörnin og hanna veisluna í samræmi við það sem þau hafa hugsað sér,“ segir Dóra.

Dóra Svavarsdóttir, eigandi Culina.
Dóra Svavarsdóttir, eigandi Culina.

Það eru að sjálfsögðu tískusveiflur í fermingarveislum eins og öllu öðru og núna í ár er mjög vinsælt hjá viðskiptavinum Culina, að sögn Dóru, að vera með annaðhvort smáréttaveislur eða steikarhlaborð. „Auðvitað eru margir með eitthvað þar á milli líka, því eins og ég segi gjarnan, þá eru engar tvær veislur eins,“ segir Dóra.

Tófúspjót.
Tófúspjót.

Tillögur til að einfalda valið

Á vefsíðu Culina má sjá tillögur að veislumatseðlum sem eru hannaðir af Dóru til þess að einfalda val viðskiptavina. „Margir hafa hringt í mig og spurt hvað það kosti að halda fermingarveislu og þá verður fátt um svör hjá mér, því hver veisla er svo sérstök og það eru ótal breytur sem koma að og hafa áhrif. Þar má telja matinn sem er á boðstólum, gestafjöldann, fjölda rétta og þar fram eftir götunum. Á vefsíðunni er hægt að sjá tillögur sem ég hef sett saman og þá getur fólk gert sér í hugarlund verðið á veislunni. Svo er auðvitað ekkert mál að skipta út einhverjum réttum ef hugurinn segir svo. Að sjálfsögðu er svo ekkert því til fyrirstöðu að koma sjálfur með tillögu að hlaðborði sem við hjá Culina útbúum sérstaklega fyrir viðskiptavininn og með þarfir hans í huga,“ segir Dóra.

Girnilegt ávaxtasalat.
Girnilegt ávaxtasalat.

Tillögur að réttum í hlaðborði:

Létt og fallegt fermingarhlaðborð

Kryddjurtabakaður lax
Kjötbollur á teini og aioli-ídýfa
Kjúklingur á spjóti
Sætkartöflubaka með kókos og engifer
Grillað grænmeti með cous cous
Bústið salat með fræjum og ávöxtum
Byggsalat með jurtum
Skrímslakartöflur með steinseljuolíu.
Brauðbakki (3 tegundir af brauði) hummus, döðluchutney, pesto, aioli
Ávaxtabakki með flottustu og ferskustu ávöxtunum hverju sinni

Rjúkandi pönnsur.
Rjúkandi pönnsur.

Kökur og smábitar

Súkkulaðikaka skreytt jarðarberjum og myntu
Gulrótarkaka með rjómaostkremi
Rjómapönnukökur
Tortillavafningur með kjúklingi
Pítsuhyrningar
Kjötbollur á teini
Pastréttur með grilluðu grænmeti
Ávaxtabakki

Súkkulaðikaka.
Súkkulaðikaka.

Þessar tillögur eru vægast sagt girnilegar og það má fara að hlakka til þess að fara í fermingarnar í ár, og vonast þá til þess að Culina sjái um veislumatinn. Einnig býður Culina upp á dýrindis smáréttaveislur sem eru settar saman í samráði við viðskiptavini. Verð á öllum hlaðborðum miðast við fjölda gesta. Dóra er komin með þónokkrar pantanir vegna fermingarveislna núna í ár en eins og hún segir: „Það má alltaf á sig blómum bæta,“ og mælir með að pantað sé sem fyrst.

Culina er að Skemmuvegi 12 (blá gata), 200 Kópavogi
Sími: 552-9410 og 892-5320
Email: dora@culina.is en þangað mega allar fyrirspurnir berast
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Culina og á Facebook-síðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“