fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
FókusKynning

Fermingarmyndataka, svo minningarnar gleymist ekki

Kynning

Myndó: ljósmyndastofa, prentstofa og svo margt fleira

Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 7. febrúar 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmyndastofuna Myndó ehf. opnaði Ólína í ágúst árið 2009 í Mosfellsbænum. Hún er lauk námi í grafískri miðlun 2006 og lauk ljósmyndanámi frá Iðnskólanum í Reykjavík 2007. Ólína kláraði svo sveinspróf í ljósmyndun í október 2008. Ásamt ljósmyndastofunni rekur hún einnig framköllunarþjónustu, filmverk.is, þar sem hún prentar út jólakort, boðskort í fermingar og margt fleira. Einnig eru hún eigandi instaprent.is og poster.is.
Instaprent.is er stórsniðug nýjung sem auðveldar veisluhöldurum að halda utan um minningar úr veislunni.

Fermingarmyndataka

„Það er enginn sérstakur munur á því að ljósmynda fermingarbörn og aðra, nema þau eru flest frekar meðvituð um sitt hlutverk í myndatökunni þar sem þau eru svo vön myndavélum alls staðar í sínu nærumhverfi. Fermingaraldurinn er líka mjög skemmtilegur aldur og krakkarnir eru auðvitað jafnmismunandi og þeir eru margir. Það er líka alltaf gaman þegar fermingarbarnið lætur ljós sitt skína, því það gefur myndunum ákveðin karakter,“ segir Ólína.

Persónulegar fermingarmyndatökur.
Persónulegar fermingarmyndatökur.

Varðandi það sem þarf að hafa í huga fyrir fermingarmyndatöku þá bendir hún á að mikilvægt sé að panta tímanlega. „Svo er um að gera að vera óhræddur við að nefna ef það eru einhverjar sérstakar óskir fyrir myndatökuna. Þá er hægt að gera myndatökuna bæði skemmtilega og fjölbreytta. Margir koma með aukaföt til skiptanna. Einnig vilja margir að myndirnar endurspegli áhugamálið og koma þá með íþróttaföt, bolta, hljóðfæri, dansskó eða danskjól, gæludýr og sitthvað fleira. Við reynum að koma til móts við allar óskir fermingarbarnsins,“ segir Ólína.

Myndataka í fermingarveislu

Ólína býður upp á myndatöku í fermingarveislunni líkt og tíðkast með brúðkaupsveislur, en vinsældir þess háttar myndatöku hafa aukist nokkuð á síðustu árum. Í fermingarveislum getur verið mikill erill og oft gleymist að taka myndir í öllu gamninu. Þá er tilvalið að ráða ljósmyndara til að fanga minningarnar.

Panta sem fyrst

Að sögn Ólínu er skynsamlegast að panta myndatöku sem fyrst, þar sem bestu tímarnir klárast fljótt. „En við erum þó mjög sveigjanleg ef erfitt er að finna tíma. Svo er sniðugt ef myndatakan á að eiga sér stað sama dag og prufugreiðslan er hjá stelpunum að vera búinn að panta tíma í greiðsluna og eiga svo tíma í myndatöku strax á eftir,“ segir Ólína. Ef um heilt myndaalbúm er að ræða, þá tekur það um eina til tvær vikur að fá albúmið í hendur frá því að búið er að velja myndirnar. Sé þess óskað að fá myndirnar afhentar fyrir veisluna þá þarf að vera búið að koma í myndatöku þremur vikum fyrr.

Boðskortaprentun

Ásamt ljósmyndatöku býður Ólína upp á boðskortaprentun. „Ég keypti Filmverk núna síðastliðið sumar en það hefur verið starfandi á Selfossi síðan um 1997. Við byrjuðum á að flytja vélarnar í Mosfellsbæinn og bjóðum nú upp á framköllun í öllum stærðum og mikið úrval af kortum eins og jóla-, afmælis-, brúðkaups-, skírnar- og fermingarboðskort. Það sem er sniðugast við þessa þjónustu samhliða ljósmyndaþjónustunni er að við getum boðið upp á svokallaða litla myndatöku áður en fermingarmyndatakan fer fram og þá notum við mynd úr þeirri myndatöku í boðskortið,“ segir Ólína.

Praktísk atriði

„Eftir að samþykki á hönnun kortsins er komið frá viðskiptavini þá fer það í prentun og ættu kortin að vera tilbúin strax daginn eftir. Kortin sendum við um allt land ef viðskiptavinur hefur ekki tök á að ná í kortin til okkar gegn vægu gjaldi.“

Instagrammyndir í veisluna.
Instagrammyndir í veisluna.

Instaprent.is

Við höfum verið duglega að bæta við okkur þjónustu og ásamt filmverk.is þá rekur Myndó einnig instaprent.is og poster.is. Instaprent.is er stórsniðug þjónusta þar sem hægt er að safna saman ljósmyndum úr veislunni sjálfri sem gestirnir taka, merkja með fyrirfram ákveðnu kassamerki # og deila svo á Instagram. Myndirnar er svo hægt að finna á Instagram, og senda í prentun til okkar og gera skemmtilega minningabók fyrir fermingarbarnið. Einnig prentum við út Instagram-myndir til að hafa í veislunni til skrauts eða á borðunum fyrir gestina að skoða.

Myndó – ljósmyndastofa er að Hrafnshöfða 14, 270 Mosfellsbæ.
Opnunartími er eftir samkomulagi.
Sími: 898-1795.
Email: myndo@myndo.is.
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Myndó,
filmverk.is, instaprent.is, poster.is eða á Facebook-síðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“