fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
FókusKynning

Hágæðahádegismatur úr Eldhúsið – Restaurant

Kynning

Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstaðir. Yfir hundrað ára gamalt hótel við Lagarfljót

Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 4. febrúar 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstaðir er starfræktur háklassa veitingastaður þar sem matreiðslumeistarinn Kolbrún Hólm, ásamt fyrsta flokks matreiðslumönnum, ber á borð dýrindis lystisemdir sem gleðja bæði hjarta og bragðlauka matargesta. Staðurinn nefnist Eldhúsið – Restaurant og er alla jafna mikið að gera á kvöldin en einnig í hádeginu. Undanfarin ár hafa Íslendingar í auknum mæli uppgötvað hversu notalegt það er að leyfa sér smávegis í hádeginu en þá er oft hægt að fá matinn á töluvert betra verði en á kvöldin. „Eldhúsið – Restaurant leggur upp með að framreiða mat úr staðbundnu og fersku hráefni sem reynt er eftir fremsta megni að nálgast úr héraði. Allt okkar nautakjöt kemur af Egilsstaðabúinu og skyrið og fetaosturinn einnig,“ segir Hulda Elisabeth Daníelsdóttir, eigandi Gistihúsið – Lake Hotel.

Mynd: ©Steinrún Ótta Stefánsdóttir

Léttari réttir í hádeginu

Í hádeginu býður Eldhúsið – Restaurant upp á nokkuð léttari rétti en á kvöldin, og eins og gengur og gerist með hádegisrétti, þá eru þeir á afar hagstæðu verði. Matseðla má nálgast á vefsíðu Gistihússins; lakehotel.is. Matreiðslumennirnir eru þeir sömu og matreiða mat á kvöldin og því er ætíð hægt að ganga að því vísu að maturinn sé fyrsta flokks. Hádegisverður er framreiddur alla daga frá kl. 11.30–17.00.

Sögufrægt hús – byggt til að bjóða upp á gistingu

Sumarið 1998 opnuðu hjónin Hulda og Gunnlaugur Jónasson Gistihúsið sem hafði staðið autt um árabil. Í dag reka hjónin hótel í húsinu og nefnist það Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstaðir, sem hefur verið hótel síðan árið 2000. „Hótelið byggir á aldargömlum grunni og við vildum nota gamla nafnið, Gistihúsið, til þess að vísa í sögu hússins. En hér hefur löngum verið starfrækt gistihús.
Húsið var reist fyrir meira en öld og síðan þá hefur reglulega verið byggt við. Í október árið 2013 tóku hjónin Hulda og Gunnlaugur skóflustungu að nýrri 1.500 fermetra byggingu sunnan við gamla húsið og tóku á móti gestum í nýrri gestamóttöku og gistiálmu sumarið 2014. Í nýjasta hluta hótelsins er að finna fjögurra hæða hús með 32 herbergjum. Fjögur þeirra eru lúxusherbergi og sex eru hönnuð sérstaklega með þarfir fatlaðra í huga. Í dag telur hótelið 50 herbergi alls. Á neðri hæð móttökuhússins er heilsulindin Baðhúsið – Spa, með heitri smálaug, köldum potti, sánu og hvíldaraðstöðu með útsýn yfir Lagarfljót. Að auki eru í nýbyggingunni þvottahús, starfsmannaaðstaða, snyrtingar, geymslu- og skrifstofurými.

Eldhúsið og Baðhúsið

Sumarið 1999 opnuðu hjónakornin veitingaþjónustu á Gistihúsinu eingöngu fyrir hópa og stuttu síðar fyrir almenning einnig. Árið 2014, þegar nýbyggingin var klár, nefndu þau veitingastaðinn Eldhúsið – Restaurant. „Veitingastaðurinn hefur verið rekinn hér í um 17 ár og við höfum boðið upp á hádegisverð síðustu sex ár. Það er yfirleitt mikið að gera hjá okkur á kvöldin og þá sérstaklega á ferðamannatímanum. Hér á hótelinu erum við með notalega heilsulind, Baðhúsið – Spa. Um helgar er til dæmis mjög vinsælt fyrir bæði heimamenn og ferðamenn að gera sér glaðan dag í hádegismat á Eldhúsinu – Restaurant og leyfa þreytu liðinnar viku að líða úr kroppnum í Baðhúsið – Spa. Á veturna leigjum við líka út gönguskíði og eru gönguskíðabrautir lagðar kringum hótelið þegar nægur snjór er. Þá er sérlega notalegt að enda góða morgunskíðagöngu í hádegismat eða kaffi hjá okkur,“ segir Hulda.

Eldhúsið – Restaurant er til húsa í Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstaðir, við Þjóðveg 1, Egilsstaðir 1–2, 700 Egilsstöðum
Veitingastaðurinn er opinn alla daga allan ársins hring.
Sími: 471-1114
Email:hotel@gistihusid.is
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Gistihússins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“