Orange Project opnaði nýlega kaffihús í Ármúla 4, Orange Café – ESSPRESSO BAR. Opnuninni verður fagnað formlega á föstudag með pompi og prakt.
„Við leggjum mikinn metnað í salötin okkar og efumst ekki um að hróður þeirra eigi eftir að berast víða,“ segir Tómas Hilmar Ragnarz, framkvæmdastjóri Orange.
„Við opnum klukkan 8 á morgnana og það er góð byrjun á deginum að koma við í staðgóða morgunhressingu hjá okkur. Við bjóðum til dæmis upp á hafragraut og gríska jógúrt ásamt grænum djúsum og sterku engiferskoti fyrir þá sem vilja,“ segir Tómas og bætir við að hádegisverðamatseðillinn sé í stöðugri þróun.
Kaffihúsið breytist svo í hefðbundinn bar þegar líður á daginn.