fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
FókusKynning

Greiðslumiðlun Alskila sparar tíma, fé og fyrirhöfn

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. febrúar 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alskil býður upp á alhliða þjónustu þegar kemur að heildarlausnum í greiðslumiðlun og innheimtu fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. „Fyrirtæki geta nýtt sér margskonar þjónustu og við sérsníðum lausnir okkar eftir þörfum hvers og eins, allt frá því að stofna kröfur á kaupendur, prenta og senda út reikninga og móttaka greiðslu til þess að skila gögnum inn í bókhaldskerfi viðskiptavina. Í framhaldinu er boðið upp á hefðbundna milliinnheimtu og löginnheimtu ef þörf er á,” segir Ívar Ragnarsson, framkvæmdastjóri Alskila.

Þjónusta Alskila er í grundvallaratriðum þrískipt, þ.e. greiðslumiðlun, milliinnheimta og löginnheimta. Greiðslumiðlun er fyrsta stig innheimtu og hentar flestum fyrirtækjum með bókhaldskerfi. „Við tengjumst bókhaldskerfinu og lesum frá því gögn eða viðkomandi sendir okkur gögn,“ segir Ívar og útskýrir að greiðslumiðlun sé bæði í þágu kröfueiganda og greiðanda:

„Öll okkar starfsemi snýr bæði að eigendum krafna og greiðendum. Við vinnum fyrir kröfueigandann en hugsum jafnframt um hans viðskiptahagsmuni og viðskiptasambönd með því að halda innheimtukostnaði fyrir greiðendur í lágmarki. Greiðslumiðlunin sparar viðskiptavinum okkar tíma, fé og fyrirhöfn. Það að stofna bankakröfu og senda reikning felur í sér kostnað sem lendir ýmist á kröfueiganda eða á greiðanda í formi seðilgjalds. Með magnútsendingum nær Alskil að spara verulega þann kostnað sem af hlýst við þetta ferli, sem nýtist til lækkunar fyrir hvern þann sem ber kostnaðinn hverju sinni. Við náum seðilgjöldunum niður í krafti magns reikninga sem við sendum út fyrir umbjóðendur okkar. Mörg lítil í einum stórum pakka þýðir að við fáum betri kjör.“

Greiðslumiðlunin sjálf virkjast um leið og krafa er stofnuð:
„Þegar notendur greiðslumiðlunar okkar stofna kröfu í bókhaldskerfi sínu er gengið þannig frá málum að þær sendist til Alskila til prentunar og pökkunar í stað þess að viðskiptavinir okkar séu að eyða tíma í það. Við sjáum um að senda þetta út á því formi sem kaupandi þjónustunnar vill taka á móti og kröfueigandinn vill senda út. Þannig að ef þú ert kannski með hundrað eða þúsund greiðendur þá er ekki óalgengt að 20% þeirra fái rafrænan reikning, 30% fá einungis kröfu stofnaða í netbanka og fyrir restina er stofnuð bankakrafa og reikningur sendur út í pósti. Með þessu erum við í raun gátt fyrir kröfueigendurna og sendum kröfur á kaupendur þeirra með þeim hætti sem þeim hentar best. Þannig erum við að spara kröfueiganda mikla fyrirhöfn og tíma og starfsmenn fyrirtækisins geta einbeitt sér að sérsviði sínu í stað þess að eyða orku og tíma í innheimtustarfssemi. Kröfueigandi getur þannig sinnt sinni kjarnastarfssemi á meðan við sinnum okkar.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Alskil, Suðurlandsbraut 30, Reykjavík
Sími: 515 7900
Heimasíða

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“