fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
FókusKynning

TripAdvisor velur bestu strendur ársins 2017: Sjáðu myndirnar

Baio da Sancho í Brasilíu var valin sú besta

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TripAdvisor, stærsti ferðavefur heims, hefur valið bestu strendur ársins 2017 en vefurinn stendur fyrir valinu á hverju ári. Í ár kom það í hlut lítillar strandar í Brasilíu að vera valin sú besta.

Það eru notendur TripAdvisor sem standa fyrir valinu en úrslitin eru kunngjörð á TripAdvisor Travellers‘ Choice-verðlaunahátíðinni. Hér að neðan má sjá fimm bestu strendur ársins 2017.


1.) Baia do Sancho, Fernando de Noronha, Brasilíu

Eins og að framan greinir varð þessi fallega strönd hlutskörpust í kjörinu í ár. Ströndin er tiltölulega lítil en mikil veðursæld og kristaltær sjór gera hana að ómótstæðilegum áfangastað þeirra sem vilja sóla sig í fallegu umhverfi. Þá eru fallegar gönguleiðir í nágrenni strandarinnar og ekki er óalgengt að sjá höfrunga spóka sig í sjónum skammt frá landi.


2.) Grace Bay, Providenciales, Turks- og Caicoseyjar

Turks- og Caocoseyjar eru tveir eykaklasar sem standa skammt suðaustur af Bahama-eyjum. Þess má geta að ströndin var í efsta sætinu í valinu árið 2016. Þessi ósnortna náttúruparadís þykir ein sú flottasta í heimi.


3.) Eagle Beach, Arúba, Karíbahafinu

Hvítur og fíngerður sandur og kristaltær sjór gera það að verkum að Eagle Beach á Arúba er ein sú flottasta í heimi. Þarna rignir sárasjaldan og ferðalangar geta nánast alltaf verið vissir um að fá sól og blíðu þegar þeir heimsækja eyjuna.


4.) Playa Paraiso, Cayo Largo, Kúbu

Þessi strönd ber nafn með rentu. Paradísareyja, eða Playa Paraiso, hefur fengið lofsamlega dóma hjá notendum TripAdvisor í gegnum árin. Sjórinn við ströndina er mjög tær og öldugangur er lítill sem enginn.


5.) Siesta Beach, Siesta Key, Flórída, Bandaríkjunum

Siesta Beach er besta strönd Bandaríkjanna samkvæmt notendum TripAdvisor. Þarna geta áhugasamir fundið ýmsa afþreyingu; til dæmis farið í strandblak eða snætt á einhverjum af þeim fjölmörgu veitingastöðum við ströndina. Ströndin er stór og mikil og nóg pláss fyrir alla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi