fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
FókusKynning

Náttúruafurðir í hæsta gæðaflokki sem hafa ótrúleg áhrif á heilsu

Kynning

Lífræn Matvæli með kynningar í Hagkaupsverslunum næstu daga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. febrúar 2017 09:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn landsþekkti kírópraktor, Guðmundur Birkir Pálmason hjá Kírópraktorstofu Íslands notar vörur frá fyrirtækinu Lífræn Matvæli en þær eru fluttar inn frá sænsku heilsuvörufyrirtækjunum BetterYou og Superfruit. Guðmundur hefur tileinkað sér heilsusamlegan lífstíl um árabil, er í toppformi og stundar Crossfit af miklum móð. Guðmundur veit hvað góð næring og notkun góðra bætiefna skipta miklu máli til að líða vel og ná árangri í líkamsrækt. Hann hefur kynnt sér vörurnar frá Lífrænum Matvælum vel og nefnir sérstaklega Magnesíum, Turmerik og D-vítamín frá BetterYou sem vinna gegn bólgum og ýmsum öðrum vandamálum. Guðmundur notar einnig vöruna Grænt kaffi frá BetterYou en það er með hindberjaketoni og er mjög hjálplegt þeim sem eru að reyna að léttast. BetterYou er 100% lífræn og náttúruleg fæðubótalína þar sem eingöngu eru notaðar hreinar vörur í framleiðslunni, vörur sem færa fólki líkamlega vellíðan. Má þar nefna lífrænt Preworkout, laktósafrít mjólkurprótein með túrmerik, trefjum og hörfræjum, og hreint BCAA og hafraprótein. Guðmundur notar lífrænu Preworkout áður en hann fer á æfingar eða þegar hann vill hressa sig við, en það er unnið er úr rauðrófum, macha, ginseng og guarana, og er sætt með stevíu. Guðmundur mælir með BetterYou og Superfruit vörunum fyrir alla sem huga að heilsu og segir þær frábærar.

Lífræn Matvæli eru með breiða vörulínu af náttúrulegum heilsuvörum sem eiga það sameiginlegt að hafa mikla og frábæra virkni auk þess að vera afar bragðgóðar. Vörurnar eru allar til sölu í verslunum Hagkaupa. Næstu daga eru Lífræn Matvæli með kynningu í þremur verslunum Hagkaupa. Kynningarnar verða í Hagkaupum á Akureyri á föstudag, laugardag og sunnudag; í Hagkaupum Kringlunni á föstudag frá kl. 14 og í Hagkaupum Eiðistorgi frá kl. 15 á föstudag.

Matcha te er undur

„Meðal þess sem verður kynnt er rauðrófumúslí en það er snilldarblanda í morgunmatinn. Síðan er það Matcha te en það er eitt af undrum veraldar.Það verndar frumur líkamans, kemur í veg fyrir myndun krabbameins, lækkar blóðþrýsting og er eitt besta brennsluefni sem fyrirfinnst – til grenningar. Jafnframt hægir það á öldrun,“ segir

Friðfinnur Magnússon hjá Lífrænum Matvælum. Við þetta er að bæta að Matcha er japanskt grænt te í púðurformi og er margfalt öflugra en hefðbundið grænt te, inniheldur um 10-15 sinnum meira af næringarefnum. Hefur Matcha te öðlast miklar vinsældir um hinn vestræna heim undanfarin ár. Þess má geta að Matcha te er nú vinsælasta varan hjá hinu þekkta heilsuvörufyrirtæki Superfruit í Svíþjóð.

Friðfinnur byrjaði sjálfur að nota vörurnar frá Lífrænum Matvælum um áramótin og hafa þær haft ótrúlega mikil áhrif á líkamlegt form hans á örstuttum tíma. Meðal annars hefur hann lést um 8 kíló:

„Ég fór að taka inn Magnesíum, Turmerik og D-vítamín. Svefninn lagaðist við þetta, ég fór að borða hollari mat og varð allur líflegri og hressari. Ég fór fyrr að sofa og allt í einu er ég orðinn A-manneskja en var B-manneskja. Ég vakna snemma og fer í ræktina. Ég borða sjaldnar og er ekki svangur á kvöldin. Töflurnar komu mér af stað, maður tekur þetta inn og allt í einu fer mann að langa í ræktina,“ segir Friðfinnur.

Meira innihald – hæstu gæði

Eitt af því sem einkennir vörurnar frá Lífrænum Matvælum er hátt innihald á því efni sem gerir þær eftirsóknarverðar: „Turmerik er ekki bara Turmerik. Það er mismunandi styrkleiki í þeim vörum sem í boði eru á markaðnum, þú getur fengið ódýrt Turmerik en við kappkostum að bjóða bara fyrsta flokks vöru með miklum styrkleika og háu Turmerik-innihaldi,“ segir Friðfinnur og bendir einnig á annað dæmi, sem er D-vítamínið en Lífræn Matvæli selja mjög stór D-vítamín hylki, og að er kókosolífufita í hylkjunum sem gerir þau enn heilsusamlegri.

Lífrænt sælgæti

Lífræn Matvæli selja heilsusælgæti frá sænska fyrirtækinu Superfruit. „Þetta eru hreinar vörur með engum viðbættum sykri og fólki líður vel af því að neyta þeirra,“ segir Friðfinnur.

Lífræna sælgætið – Raw – þykir einstaklega bragðgott en í því er aðeins náttúrulegur sykur, enginn viðbættur sykur. Þetta er afar góður valkostur við nammibarinn í Hagkaup og margir sem komast á bragðið vilja ekki hætta.

Sem fyrr segir eru allar vörur frá Lífrænum Matvælum til sölu í öllum verslunum Hagkaupa. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni lifraenmatvaeli.is sem og á betteryou.se og superfruit.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“