fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
FókusKynning

Allt fyrir mótorsportið

Kynning

Nítró kynnir:

Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 1. febrúar 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nítró er ein elsta mótorsportverslun landsins og er þar að finna gríðarlegt úrval af tækjum, vara- og aukahlutum, búnaði og fatnaði fyrir mótorhjól, vélsleða, fjórhjól og buggybíla. Fyrir tæpu einu ári flutti verslunin í glæsilegt 1.000 fermetra húsnæði að Urðarhvarfi 4 í Kópavogi. Þar er einnig að finna fullkomið verkstæði sem þjónustar og gerir við allar tegundir tækja. Strákarnir í Nítró og vita bókstaflega allt um mótorsportið.

Nýtt frá Nítró

Á síðasta ári byrjaði Nítró að selja Arctic Cat-vélsleða og má segja að hringnum hafi verið lokað með því að bæta vélsleðum við flóruna. Einnig eru í boði Phanton barna- og unglingasleðar fyrir þá sem vilja byrja snemma í sportinu. Eins og flestir þekkja þá hefur Nítró til fjölda ára verið með umboð fyrir Kawasaki-mótorhjól og fjórhjól ásamt Beta-endúróhjólum, bensín- og rafmagnsvespum, rafmagnsreiðhjólum og barnahjólum. Ekki má gleyma CF Moto, en fjórhjólin frá þeim framleiðanda eru þau mest seldu Íslandi síðastliðin tvö ár. Buggybílarnir hafa svo slegið í gegn en segja má að það sé nýjasta æðið á Íslandi um þessar mundir.

Stórsniðugur beltabúnaður

Ekki skemmir fyrir að það er hægt að fá beltabúnað bæði á fjórhjólin og buggybílana þannig að hægt er að nota þessi tæki jafnt á föstu undirlagi sem snjó. Og talandi um beltabúnað, þá hefur verið að ryðja sér til rúms búnaður sem er settur undir torfæruhjól og breytir hjólunum í hálfgerðan vélsleða. Þá kemur belti að aftan og skíði að framan. Nítró hefur umboð fyrir MotoTrax-búnaðinn sem passar undir flestar gerðir torfæruhjóla og góðu fréttirnar eru þær að verðið á þessum búnaði hefur snarlækkað á milli ára. Einnig er Nítró með umboð fyrir Camso-belti undir allar tegundir vélsleða ásamt Michelin- og Mitas-dekkjum á götu-, torfæru- og fjórhjól.

Nítró hlýjar þér og veitir þér öryggi

En það er ekki nóg að eiga tækin, það þarf líka að bjóða upp á góðan búnað til þess að halda hita á fólki og örygginu í hámarki. Mikið úrval af fatnaði, skóm, brynjum og fylgihlutum er að finna í versluninni fyrir allar tegundir af mótorsporti. Þar má nefna sleðagalla og skó frá Motorfist og CKX, götuhjólafatnað frá RST og motocross-galla og skó frá Forma, Oneal, Acerbis og FXR og margt fleira. Eitt mesta úrval landsins af hjálmum er að finna í verslunni þar sem boðið er upp á toppmerki eins og Airoh, CKX og Nox á mjög góðu verði.

Allt fyrir sportið

Segja má að Nítró bjóði upp á allt sem tengist þessu sporti eins og sést í upptalningunni hér að framan, en einnig er mikið úrval af auka- og varahlutum. Að auki er boðið upp á sérpantanir í flestar tegundir sleða og hjóla. Það borgar sig að kíkja við í Nítró eða á heimasíðuna nitro.is ef þig vantar eitthvað sem viðkemur þessum áhugamálum.

Nítró Sport er staðsett að Urðarhvarfi 4, 203 Kópavogi.
Sími: 557-4848
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Nítró eða á Facebook-síðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“