fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
FókusKynning

Orða Snakk – Sérð þú lausnarorðið?

Leikurinn sem allir og amma þeirra eru að spila

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 30. desember 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólin eru komin og farin fljótar en hendi og dagatalið á festi, en eitt af því sem situr eftir að loknum jólum er leikurinn Orða Snakk, sem bókstaflega allir sem eiga snjallsíma virðast hafa náð sér í yfir jólin og byrjað að spila.

En hvað er Orða Snakk og út á hvað gengur leikurinn? Orða Snakk heitir Word Snack á ensku og má sækja hann sem app í snjallsímann. Leikinn má spila á nokkrum tungumálum, eða alls 31, þar á meðal á íslensku, ensku, frönsku, þýsku og rússnesku (undirbúningur fyrir HM 2018?).

Leikurinn er einfaldur, eða alla vega virkar hann það. Sex eða sjö stafir eru í boði, sem á að raða saman til að mynda nokkur þriggja til sjö stafa orð. En það sem virðist einfalt er það ekki alltaf og oft horfir maður framhjá augljósasta orðinu og lausninni um leið.

Stig fást fyrir rétt orð og aukastig fyrir reiti með stjörnum á. Í boði er síðan að skipta stigunum út fyrir aðstoð, sem er samt dýru verði keypt: 120 stig fyrir einn staf. Einnig er í boði að spyrja vini með því að deila skjámyndinni inn á Facebook. Má segja að fréttaveitan hjá manni hafi einkennst af litlu öðru en slíkum hjálparbeiðnum síðustu daga, innan um myndir af jólatrjám týndum innan um jólapakka og vel útilátnum veisluborðum.

En Íslendingar eru eldsnöggir að taka við sér og láta sér ekki nægja að deila skjámyndum á Facebook-veggi sína og í einkaskilaboðum um aðstoð. Þegar þetta er skrifað hafa verið stofnaðir sex hópar á Facebook þar sem meðlimir hjálpast að við að leysa borðin eitt af öðru, fjölmennasti hópurinn telur yfir 1.100 meðlimi.

Ef þú ert einn af þeim örfáu sem átt eftir að ná þér í leikinn, hugsaðu þig vel um áður en þú sækir hann því hann er jafn ávanabindandi og grárra hára valdandi og hann er skemmtilegur. Ef þú ert þegar að spila hann þá vantar mig aðstoð með fimm stafa orð, í boði eru stafirnir R D Ý Á N og R.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni