fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
FókusKynning

Sjáðu myndbandið sem allir eru að tala um

Stríðnispúkinn varð kjaftstopp

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. nóvember 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagurinn í gær, 8. nóvember, var helgaður baráttunni gegn einelti. Þetta er sjöunda árið sem þessi dagur er helgaður þessari mikilvægu baráttu.

Fjölmargir Íslendingar hafa deilt athyglisverðu myndbandi, sem raunar er nokkurra ára gamalt, á Facebook síðastliðinn sólarhring. Þó að myndbandið sé nokkurra ára gamalt á það alveg jafn vel við í dag og fyrri ár.

Myndbandið sem um ræðir ber yfirskriftina How to stop bullying, eða hvernig á að stöðva einelti. Í myndbandinu má sjá fyrirlesarann Brooks Gibbs setja á svið einskonar leikrit þar sem hann sýnir hvernig er best að taka á móti þeim sem leggja í einelti eða stríða.

Hann fékk stúlku úr áhorfendahópnum til að leika stríðnispúkann á meðan hann lék fórnarlambið. Í fyrri tilrauninni virkaði hann æstur og það var aðeins til að hella olíu á eldinn. Í seinni tilrauninni, þegar hann róaði sig niður og fór að tala blíðlega til stríðnispúkans, kom hann honum í opna skjöldu og er óhætt að segja að stríðnispúkinn hafi varla vitað í hvorn fótinn hann ætti að stíga.

Þessa áhugaverðu tilraun má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“