Þú brennir hitaeiningum við það að horfa
Hryllingsmyndir eru ekki allra af augljósum ástæðum en nú er kannski komin góð ástæða til að láta sig hafa það að horfa á eina slíka eða tvær.
Vísindamenn við University of Westminster gerðu ekki alls fyrir löngu rannsókn á því hversu mörgum hitaeiningum við brennum við að horfa á hryllingsmyndir. Rannsóknin var gerð á hópi fólks og var allskonar mælitækjum komið fyrir á þátttakendum, tæki sem mældu meðal annars púls. Vísindamenn gátu út frá þessum tækjum dregið upp nokkuð nákvæma mynd af því hversu mörgum hitaeiningum þátttakendur brenndu meðan á áhorfi stóð.
Niðurstöðurnar voru á þá leið að hægt sé að brenna allt að 184 hitaeiningum við það eitt að horfa á hryllingsmynd. Hér skiptir þó máli hvaða myndir er um að ræða og hversu langar þær eru. Þannig brenndu þátttakendur flestum hitaeiningum að jafnaði við að horfa á The Shining, enda er myndin tæplega tveir og hálfur tími að lengd.
Ástæðurnar fyrir þessari auknu brennslu eru einfaldlega þær að þegar okkur bregður þá eykst adrenalínflæði um líkamann. Hjartað slær hraðar og efnaskipti líkamans verða hraðari. „Allt þetta leiðir til aukinnar brennslu á hitaeiningum,“ segir Richard Mackenzie, læknir og einn þeirra sem stóð fyrir rannsókninni.
Þátttakendur horfðu á tíu hryllingsmyndir og skiptist hitaeiningabrennslan svona niður að jafnaði:
1.) The Shining – 184 hitaeiningar
2.) Jaws – 161 hitaeining
3.) The Exorcist – 158 hitaeiningar
4.) Alien – 152 hitaeiningar
5.) Saw – 133 hitaeiningar
6.) A Nightmare on Elm Street – 118 hitaeiningar
7.) Paranormal Activity – 111 hitaeining
8.) The Blair Witch Project – 105 hitaeiningar
9.) The Texas Chainsaw Massacre – 107hitaeiningar
10.) [REC] – 101 hitaeining