Allir sem eiga eða hafa átt gæludýr vita að félagsskapur þessara litlu málleysingja er allt að því gulls ígildi. Skiptir þá engu hvort um er að ræða hund, kött, páfagauk eða gullfisk. Hér að neðan má sjá nokkrar ástæður fyrir því að þú ættir að fá þér gæludýr, hafir þú ekki gert það nú þegar.
Að fylgjast með ketti, hundi eða jafnvel fiski sem syndir um í búri í örfáar mínútur hefur jákvæð áhrif á stress.
Samkvæmt rannsókn á 240 hjónum kom í ljós að gæludýraeigendur eru með lægri blóðþrýsting en aðrir.
Önnur rannsókn sýndi fram á að kólesterólmagn í blóði gæludýraeigenda er lægra en í öðrum. Líklega hefur það eitthvað með lífstílinn að gera.
Í rannsókn, sem spannaði yfir 20 ár, kom í ljós að einstaklingar sem höfðu aldrei átt gæludýr voru 40% líklegri til að deyja vegna hjartaáfalls en þeir sem höfðu átt gæludýr.
Enginn elskar þig jafn skilyrðislaust og gæludýrið þitt. Að klappa kisu eða hundi hefur róandi áhrif og það að sinna dýrinu þínu færir þér góða tilfinningu.
Með því að fara daglega í hálftíma göngutúr með hundinn á dag þarftu ekki að mæta í ræktina. Þú getur líka skipt hálftímanum upp í tvö korter, fyrst um morguninn og svo aftur um kvöldið.
Samkvæmt rannsóknum fá kattareigendur síður heilablóðfall en þeir sem ekki eiga ketti. Kettir eru mest róandi allra gæludýra.
Ein leiðin að heilbrigðum huga er eiga samneyti við annað fólk. Gæludýraeigendur eru líklegri til að stoppa og ræða við aðra gæludýraeigendur úti á götu. Ef þú sérð einhvern með hund úti er mun líklegra að þú stoppir til að spjalla heldur en ef viðkomandi væri ekki með hund.
Vísindamenn hafa komist að því að börn sem alast upp með hundum eða köttum eru ólíklegri til að fá ofnæmi. Dýrin eru einnig talin styrkja ónæmiskerfið.
Eins ólíklegt og það hljómar virðist kattahald minnka líkur á asma hjá ungabörnum þrátt fyrir að ofnæmi gagnvart dýrum sé ein algengasta orsök asma. Á þessu reyndist ein undanteking. Börn mæðra með kattarofnæmi reyndumst þrisvar sinnum líklegri til að þróa með sér asma eftir að hafa verið í snertingu við kött.
Sumir hundar geta látið sykursjúka eigendur sína vita hvenær þeir eru í hættu á blóðsykursfalli. Þessir hundar finna það á lytkinni að efnafræðilegar breytingar hafi átt sér stað. Talið er að einn af þremur hundum hafi þennan eiginleika.
Sumir sálfræðingar nota hunda í vinnunni. Þeir telja að vera hunds á skrifstofunni skapi notalegra andrúmsloft