Margir hafa beðið spenntir eftir stærstu tilboðsveislu ársins sem verður í dag, föstudaginn 24. nóvember – föstudaginn svarta. Þetta er þriðja árið í röð sem Rafha heldur daginn hátíðlegan og núna bætast eldhús- og baðinnréttingar við í tilboðsflóruna.
Íslendingar virðast hafa tekið ástfóstri við þessa amerísku hefð og spá því margir að þetta verði stærsti verslunardagur ársins líkt og í fyrra. Dagurinn hefur tvöfaldast að stærð milli ára hjá versluninni Rafha á hverju ári og því er eftirvæntingin mikil í ár.
„Fyrir okkur snýst þetta ekki bara um að selja vöru á tilboði heldur skapa sérstaka upplifun og taka þessa amerísku hefð alla leið. Verslunin hefur verið skreytt hátt og lágt og við höfum lengt opnunartímann töluvert. Við bjóðum fyrstu gestunum okkar upp á hressingu og verða þeir leystir út með óvæntri gjöf. Við vitum líka að viðskiptavinir okkar gera kröfu um tilboð sem slá allt annað út og þar viljum við standa undir nafni og bjóða enn betur en í fyrra. Það verða eftirsóttar merkjavörur, stórar sem smáar, á áður óséðu verði og núna bætum við meira að segja Kvik eldhúsinnréttingum við,” segir Egill Jóhann Ingvason, framkvæmdastjóri hjá Rafha.
Verslun Rafha að Suðurlandsbraut 16 verður opnuð klukkan 7:00 í dag og verður opin til klukkan 23.00 í kvöld. Tilboðin gilda einnig laugardag og sunnudag.